Alda Andrésdóttir (Nýhöfn)
Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í Hveragerði fæddist 28. (prþjb. 24.) apríl 1928 á Miðhúsum.
Móðir hennar var Árný Karólína Björnsdóttir, þá vinnukona á Miðhúsum, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.
Hálfsystkini Öldu, börn Karólínu og Guðjóns Jónssonar:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Alda fylgdi móður sinni í Eyjum. Hún var með henni í Nýhöfn 1930, á Lágafelli 1932, í Jómsborg 1933, í Brautarholti 1935 og síðan í Vinaminni til um 1944.
Alda var í Kvöldskóla iðnaðarmanna um skeið, en fluttist til starfa á Selfossi 16-17 ára.
Hún eignaðist Gunnar Þór með Kára Gunnarssyni 1946, giftist Pétri Þórðarsyni og bjó með honum í Hveragerði í um 60 ár.
Hún var bankafulltrúi í Búnaðarbankanum þar. Einnig tók hún virkan þátt í félagsmálum, var t.d formaður félags eldri borgara þar og sat í ýmsum nefndum.
I. Barnsfaðir hennar var Kári Gunnarsson leigubílstjóri, f. 9. mars 1921, d. 8. febrúar 1995.
Barn þeirra:
1. Gunnar Þór Kárason, f. 6. september 1946.
II. Maður Öldu var Ingvar Pétur Þórðarson bifreiðastjóri, f. 2. maí 1929, d. 11. september 2006.
Börn þeirra:
2. Pétur Ingvar Pétursson kennari, bankastarfsmaður, f. 3. maí 1950.
3. Hanna María Pétursdóttir prestur, f. 22. apríl 1954.
4. Magnús Pétursson rafvirki, f. 31. maí 1959.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Alda Andrésdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.