Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. mars 2016 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. mars 2016 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir''' húsfreyja í Stafholti fæddist 18. ágúst 1900 og lést 12. ágúst 1967. <br> Foreldrar hennar voru [[Helga Guðmundsdóttir]...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja í Stafholti fæddist 18. ágúst 1900 og lést 12. ágúst 1967.
Foreldrar hennar voru Helga Guðmundsdóttir ekkja, húsfreyja, ljósmóðir í Nöjsomhed, f. 24. júní 1863, d. 18. mars 1931 og barnsfaðir hennar Einar Jónsson frá Káragerði í V-Landeyjum, þá lausamaður í London, f. 12. júní 1963, d. 27. nóvember 1941.

Gíslína Sigríður Helga var tökubarn hjá Guðríði Helgadóttur og Einari Sveinssyni í Þorlaugargerði 1906 og enn 1912, ,,lifir að nokkru af meðlagi frá föður sínum‘‘, en fósturdóttir þar 1913, vinnukona þar 1914-1917, vinnukona hjá Katrínu Sveinbjörnsdóttur og Hirti Einarssyni þar 1918, vinnukona hjá Jórunni hálfsystur sinni og Oddgeiri á Borg 1919-1920, í Sandprýði 1921-1923, uppeldisdóttir Einars Sveinssonar á Geithálsi 1924 og enn 1930. Hún var á Ármótum 1934 ,,systir húsbóndans‘‘.
Gíslína giftist Júlíusi 1938. Hann var þá ekkill eftir Sigurveigu Björnsdóttur, sem hafði látist 1934 frá 6 börnum þeirra, en Garðar, yngsta barnið, hafði farið í fóstur til Kristínar Benediktsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar á Urðavegi 44.
Þau Júlíus eignuðust Sigurveigu 1940.
Gíslína Sigríður Helga lést 1967 og Júlíus 1978.

Maður Gíslínu, (12. febrúar 1938), var Gunnlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni u. V-Eyjafjöllum, d. 4. september 1978 í Reykjavík.
Barn þeirra er
1. Sigurveig Júlíusdóttir húsfreyja, f. 27. desember 1940. Maður hennar er Hreinn Úlfarsson netagerðarmaður og fulltrúi.
Stjúpbörn Gíslínu, börn Júlíusar frá fyrra hjónabandi:
2. Björn Sigurður Júlíusson læknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
3. Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1923.
4. Sigríður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
5. Jóna Margrét Júlíusdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1927.
6. Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
7. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.