Engilbert Ottó Sigurðsson (Akurey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Engilbert Ottó Sigurðsson''' verkamaður í Akurey fæddist 16. október 1901 á Nesi í Norðfirði og lést 5. maí 1930 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru [[Sigurður Sigu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Engilbert Ottó Sigurðsson verkamaður í Akurey fæddist 16. október 1901 á Nesi í Norðfirði og lést 5. maí 1930 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi, sjómaður og smiður, síðar í Akurey, f. 25. janúar 1865, d. 8. desember 1914, og kona hans Hildur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1862, d. 8. mars 1923.

Börn Hildar og Sigurðar voru:
1. Sigríður Jónína Sigurðardóttir, f. 22. september 1890, nýfædd hjá þeim í Nýborg 1890, tveggja ára þar með þeim 1892, 5 ára með Hildi í Vanangri 1895, dó 15. febrúar 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði.
2. Jóhann Ólafur Sigurðsson, f. 11. janúar 1892. Hann var gefinn til Færeyja 1899, 7 ára, fór frá Nesi í Norðfirði samtímis Stefáni Péturssyni.
3. Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 23, f. 22. febrúar 1895, d. 9. júní 1948.
4. Jónína Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 30, (Hofsstöðum), f. 29. júlí 1897 á Norðfirði, d. 25. nóvember 1978.
5. Sigríður Jónína Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 30, (Hofsstöðum), f. 23. september 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði, d. 30. desember 1977.
6. Guðrún Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. apríl 1900, d. 16. ágúst 1993.
7. Engilbert Ottó Sigurðsson, f. 16. október 1901, d. 5. maí 1930.
8. Alfons Halldór Sigurðsson, f. 2. mars 1904, d. 2. desember 1927.

Engilbert Ottó var með foreldrum sínum á Norðfirði og fluttist með þeim frá Mjóafirði til Eyja 1902.
Hann var með þeim í Björgvin, en í Akurey frá 1909, er faðir hans hafði reist húsið.

Eftir lát föður síns 1914 bjó hann þar ásamt móður sinni og systkinum. Hann var verkamaður í Akurey 1923, er móðir hans lést. 1924 var hann þar enn ásamt fjölskyldu Þorbjargar systur sinnar og Alfons og Dagmar systkinum sínum.
Þar bjó hann 1925 með Alfons, Dagmari og Carli Christian sjómanni.
Engilbert Ottó lést 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.