Sigrún Jónsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 11:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 11:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigrún Jónsdóttir (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jón, Hólmfríður kona hans og Sigrún dóttir þeirra.

Sigrún Jónsdóttir húsfreyja frá Kirkjubæ fæddist 23. október 1913 og lést 9. desember 2002.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon bóndi og formaður á Kirkjubæ (Staðarbænum), síðan í Vallartúni, f. 10. október 1889 á Vesturhúsum, d. 3. desember 1964, og kona hans Hólmfríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 24. september 1894 á Hesti í Borgarfirði, d. 9. desember 1968.

Sigrún var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjubæ, síðar í Vallartúni, sem þau byggðu.
Hún giftist Guðjóni 1938. Þau fluttust til Húsavíkur og bjuggu þar í 23 ára, til ársins 1972, en fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.

Maður Sigrúnar, (7. maí 1938), var Guðjón Jónsson rakari í Reykjavík og Húsavík, f. 23. janúar 1912 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1998.
Börn þeirra voru:
1. Jóna Hólmfríður Guðjónsdóttir, f. 18. mars. 1934 í Eyjum.
2. Gunnhildur Gíslný Guðjónsdóttir, f. 31. janúar 1938 í Reykjavík.
3. Birna Margrét Guðjónsdóttir, f. 23. júlí 1949.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. janúar 1998. Minningargrein um Guðjón Jónsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.