Ólafur Jónsson (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2015 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2015 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Jónsson (Fögruvöllum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Jónsson tómthúsmaður á Fögruvöllum fæddist 1. júní 1836 og lést 27. ágúst 1863.
Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, síðar bóndi í Snotru í Þykkvabæ, f. 4. nóvember 1807, d. 8. mars 1854, og barnsmóðir hans Ólöf Einarsdóttir, síðar húsfreyja í Hábæ þar, f. 1810, d. 24. maí 1866.

Ólafur var með föður sínum í Snotru 1845 og 1850, vinnumaður í Borgartúni í Þykkvabæ 1855.
Ólafur fluttist frá Miðey í Landeyjum að Nýjabæ 1860, var vinnumaður þar til 1862 hjá Kristínu Einarsdóttur húsfreyju og Þorsteini Jónssyni bónda og síðar þingmanni.
Hann var tómthúsmaður á Fögruvöllum 1863, er hann lést úr „sóttveiki“.
Ólafur var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.