Þórunn Hreiðarsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júní 2014 kl. 13:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júní 2014 kl. 13:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Hreiðarsdóttir húsfreyja á Búastöðum og í Svaðkoti fæddist 1765 í Ömpuhjalli og lést 21. mars 1821 á Miðhúsum.
Faðir hennar var Hreiðar Hreiðarsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1721, d. 23. mars 1802. Móðir Þórunnar er ókunn.

Þórunn var systir Eyjólfs Hreiðarssonar bónda á Vilborgarstöðum, Árna Hreiðarssonar í Gerði, f. 1743 og Ingibjargar Hreiðarsdóttur á Vilborgarstöðum, f. 1762 . Fleiri Hreiðarsbörn voru í Eyjum á þessum árum, en engin staðfesting er á uppruna þeirra.

Þórunn var á Kirkjubæ við giftingu 1788, á Búastöðum 1789 og 1791 og í Svaðkoti 1799.
Hún var vinnukona á Ofanleiti 1801, á Gjábakka 1812, á Miðhúsum 1814, sveitarómagi á Miðhúsum 1816, hjú þar 1820.
Hún lést niðursetningur á Miðhúsum 1821.

Maður Þórunnar, (3. ágúst 1788), var Jón Bergþórsson bóndi á Búastöðum og í Svaðkoti, f. 1757.
Börn þeirra hér:
1. Vilborg Jónsdóttir, f. 5. júní 1789 á Búastöðum, d. 14. júní 1789 úr ginklofa.
2. Einar Jónsson, f. 5. júlí 1790 á Búastöðum, d. 23. júlí 1790 úr ginklofa.
3. Þorgerður Jónsdóttir, f. 10. október 1791, d. 16. október 1791 af ginklofa.
4. Þorvaldur Jónsson, f. 29. nóvember 1792, d. 5. desember 1792, viku gamall úr „brjóstveiki“.
5. Bergþór Jónsson, f. 16. ágúst 1799 í Svaðkoti, d. 25. ágúst 1799 úr ginklofa.
6. Halldóra Jónsdóttir, f. 15. janúar 1802, d. 20. janúar úr ginklofa.


Heimildir