Margrét Ólafsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. febrúar 2014 kl. 21:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. febrúar 2014 kl. 21:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Ólafsdóttir (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Ólafsdóttir frá Kirkjubæ fæddist 9. október 1828 og lést 15. júní 1890.
Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1797, d. 14. júlí 1869, og kona hans Helga Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1793, d. 27. mars 1840.

Margrét var 12 ára með föður sínum og Ingveldi föðursystur sinni á Kirkjubæ 1840. Hún var 17 ára vinnukona hjá Magnúsi Austmann og Kristínu Einarsdóttur á Vilborgarstöðum 1845 og 22 ára hjá þeim í Nýjabæ 1850.
Þá var hún 28 ára þjónustustúlka hjá Kohl sýslumanni 1855. Hann var þá 41 árs og konulaus. Eggert Guðmundur fæddist síðla á því ári.
Hún var með föður sínum og barninu Eggert Guðmundi á Kirkjubæ 1860, ógift húskona í Götu með börnin Eggert Guðmund og Guðfinnu 1870, húsfreyja í Götu 1880, og þar var Eggert Guðmundur, sjómaður og fyrirvinna, og einnig var þar með henni Guðfinna dóttir hennar 12 ára.
Margrét lést 1890, niðursetningur í Stakkagerði.

I. Barnsfaðir Margrétar var lýstur Ólafur Gíslason frá Ottahúsi, bóndi á Gjábakka, f. 13. nóvember 1803, d. 4. júní 1855. Hann var látinn, þegar barnið fæddist. Alþýðutungur töldu, að Kohl sýslumaður væri faðirinn.
Barn þeirra var
1. Eggert Guðmundur Ólafsson, f. 1. nóvember 1855, d. 2. desember 1918 í Vesturheimi.

II. Barnsfaðir hennar var Nicolai H. Thomsen. Hann var kominn til Kaupmannahafnar, er barnið fæddist.
Barn þeirra var
2. Guðfinna Nicolaisdóttir, f. 5. febrúar 1868.


Heimildir