Eyjólfur Hjaltason (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2014 kl. 12:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2014 kl. 12:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Eyjólfur Hjaltason (Löndum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Hjaltason var þurrabúðarmaður á Löndum. Hann lést 30. desember 1884. Hann var kvæntur Arndísi Sigurðardóttur, áttu þau þrjú börn. Eyjólfur var bókbindari Lestrarfélags Vestmannaeyja. Hann var talinn ákaflega greindur og las mikið allt til æviloka.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Eyjólfur Hjaltason tómthúsmaður og bókbindari á Löndum fæddist 19. desember 1821 í Skarðshjáleigu í Mýrdal og lést 30. desember 1884.
Foreldrar hans voru Hjalti Filippusson bóndi í Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 1781, d. 16. janúar 1825 í Skarðshjáleigu, og kona hans Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja, síðar á Vesturhúsum, f. 1785, d. 3. janúar 1859 á Vesturhúsum.

Systkini Eyjólfs í Eyjum voru:
1. Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879.
2. Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ, f. 9. ágúst 1818, d. 9. desember 1880.
3. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820, d. 15. maí 1847.
4. Björn Hjaltason vinnumaður, sjómaður, f. 10. júní 1823, drukknaði 26. mars 1842.
Hálfbræður Filippusar, synir Gyðríðar og Þorkels Jónssonar síðari manns hennar:
5. Jón Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826, d. 10. september 1864.
6. Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, f. 2. mars 1828, d. 7. mars 1859.

Eyjólfur var fósturbarn í Steig í Mýrdal 1821-1840, vinnumaður í Breiðahlíð þar 1840-1844, fór þá í Rangárvallasýslu, var vinnumaður þar í Lambhaga á Rangárvöllum 1845 og 1850.
Hann fluttist til Eyja úr Mýrdal 1851 og var vinnumaður í Godthaab, vinnumaður þar 1852, 1853 og 1854. Hann var leigjandi í Godthaab 1855, 34 ára ókvæntur tómthúsmaður á Löndum 1856 með bústýruna Arndísi Sigurðardóttur 27 ára, sama stand þar 1857. Þau voru hjón þar 1858, og með þeim var sonur þeirra Sigurður Eyjólfsson á fyrsta ári og Ingibjörg Jónsdóttir, sögð tengdamóðir húsbóndans, 67 ára. Sama stand var þar 1859. Við skráningu 1860 hafði bæst í hópinn Ingibjörg Eyjólfsdóttir eins árs, en Ingibjörg eldri var horfin. Við sóknarmannatal 1870 voru hjónin á Löndum með 3 börn. Þórunn var 8 ára, Ingibjörg 10 ára, Sigurður 12 ára.
Við skráningu 1880 var Eyjólfur ekkill og bókbindari í Kornhól .
„Eyjólfur var bókbindari lestrarfélagsins, greindur maður og las mikið til æviloka.“ (Haraldur Guðnason í Bliki 1962).

Kona Eyjólfs, (5. september 1857), var Arndís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1829, d. 14. ágúst 1871 úr holdsveiki.
Börn þeirra voru:
1. Sigurður Eyjólfsson sjómaður, f. 23. mars 1858, drukknaði af Gauki 13. mars 1874.
2. Ingibjörg Eyjólfsdóttir vinnukona á Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 29. mars 1860, d. 6. febrúar 1886.
3. Þórunn Eyjólfsdóttir vinnukona, f. 8. september 1862.


Heimildir