Guðrún Sigurðardóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2013 kl. 14:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2013 kl. 14:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Kirkjubæ, Presthúsum og í Hólshúsi fæddist 1. janúar 1828 og lést 13. maí 1882.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, í Stóru-Hildisey, Gularáshjáleigu og Syðri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1792 í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1866 í Úlfsstaðahjáleigu, Andrésson bónda í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, f. 1757, d. 28. júlí 1848, Sigurðssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 1725, d. 6. janúar 1783, Björnssonar, og konu Sigurðar í Vesturholtum, Gróu húsfreyju, f. 1729, d. 25. júní 1805, Þorsteinsdóttur.
Móðir Sigurðar á Borgareyrum og kona Andrésar í Neðri-Dal var Guðrún húsfreyja, f. 1756, d. 4. janúar 1838, Högnadóttir bónda í Neðri-Dal, f. 1721, á lífi 1801, Þorleifssonar, og konu Högna, Guðnýjar húsfreyju, f. 1722, Sigurðardóttur.

Móðir Guðrúnar í Hólshúsi og síðari kona Sigurðar Andréssonar var Margrét húsfreyja, f. 27. mars 1802, d. 4. desember 1870, Þóroddsdóttir bónda í Dalseli u. Eyjafjöllum, f. 1761, d. 12. október 1826, Gissurarsonar bónda þar, f. 1715, d. 1782, Ísleifssonar, og konu Gissurar, Steinunnar húsfreyju, f. 1719, á lífi 1801, Filippusdóttur.
Móðir Margrétar húsfreyju Þóroddsdóttur og kona Þórodds í Dalseli var Guðrún húsfreyja, f. 1769, d. 26. apríl 1827, Sigurðardóttir bónda í Nesi í Selvogi, bónda í Vorsabæ í Flóa 1801, f. 1732, d. 25. júlí 1823, Péturssonar, og konu Sigurðar í Nesi og Vorsabæ, Járngerðar húsfreyju, f. 1730, d. 11. september 1811, Hjartardóttur.

Guðrún var Guðrún eldri. Hún var 7 ára með foreldrum sínum í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum 1835, 13 ára með þeim í Gularáshjáleigu þar 1840. Hún var vinnukona á Bryggjum 1850 og þar var Vigfús Magnússon sonur húsráðenda.
Guðrún var 33 ára húsfreyja á Kirkjubæ í Eyjum 1860 með Vigfúsi og sonunum Sigurði 10 ára og Magnúsi 7 ára.
Vigfús lést 1869. Guðrún var ekkja í Hólshúsi 1870 með Kristínu 9 ára hjá sér.
Á árinu 1880 var hún hjá syni sínum Magnúsi í Dölum. Hún lést 1882.

Maður Guðrúnar í Hólshúsi var Vigfús Magnússon sjómaður á Kirkjubæ, í gömlu Presthúsum og síðar í Hólshúsi f. 9. október 1815 og lést 25. febrúar 1869 af vosbúð á skipinu „Ægi“ í Útilegunni miklu 25. febrúar 1869.
Börn Guðrúnar og Vigfúsar í Hólshúsi hér nefnd:
1. Sigurður Vigfússon, (Siggi Fúsa) á Fögruvöllum, fjárbóndi og fræðaþulur, f. 29. mars 1851, d. 3. nóvember 1934.
2. Magnús Vigfússon sjómaður og landverkamaður í Presthúsum, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926.
3. Kristín Vigfúsdóttir, f. 9. mars 1861, d. 3. september 1889.


Heimildir