Brynjúlfur Sigfússon
Brynjúlfur Sigfússon, tónskáld, fæddist 1. mars 1885 og lést 27. febrúar 1951. Hann var mjög virkur í tónlistarlífinu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta 20. aldar sem organisti í Landakirkju, stjórnandi og stofnandi fyrstu lúðrasveitar í Vestmannaeyjum og síðan kórstjóri Vestmannakórs, sem svo var nefndur, en kórinn var blandaður kór úr Eyjum og starfaði á þessum árum. Brynjúlfur var stjórnandi lúðrasveitarinnar frá stofnun hennar árið 1904 til ársins 1916.
Sjá greinar um hann í Bliki 1967, - Brynjólfur Sigfússon, organisti og söngstjóri. Þar er eiginhandarrit af laginu Yndislega eyjan mín.
Frekari umfjöllun
Brynjólfur Sigfússon kaupmaður og tónlistarfrömuður fæddist 1. mars 1885 og lést 27. febrúar 1951.
Foreldrar hans voru Sigfús Árnason á Löndum, f. 10. september 1856, d. 5. júní 1922, og kona hans Jónína Kristín Nikólína Brynjólfsdóttir, f. 14. ágúst 1856, d. 16. nóvember 1906.
Brynjólfur var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans var Guðrún S. Þorgrímsdóttir, f. 28. maí 1882, d. 22. september 1927. Hún var áður gift Edward Frederiksen bakarameistara, en þau skildu. Sömuleiðis skildu þau Guðrún og Brynjólfur, barnlaus.
II. Síðari kona Brynjólfs var Ingrid Sigfússon frá Danmörku af íslensk-dönskum foreldrum, f. 8. ágúst 1909.
Börn þeirra:
1. Aðalsteinn, f. 1. nóvember 1936.
2. Bryndís, f. 26. apríl 1941.
3. Hersteinn, f. 22. júní 1945.
4. Þorsteinn, f. 3. desember 1947, d. 10. júlí 2000.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Brynjólfur Sigfússon
Heimildir
- Hersteinn Brynjólfsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.