Suðurey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. nóvember 2005 kl. 14:40 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. nóvember 2005 kl. 14:40 eftir Sigurgeir (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Suðurey

Suðurey liggur um kílómetra suðvestur af Stórhöfða og er fjórða stærsta úteyjan, um 0.2 km². Eyjan er gyrt háum hömrum að suðurhliðinni undanskilinni, þar sem grasi vaxin brekka nær niður að sjó. Við brekkuna er eini möguleiki á uppgöngu á eyjuna en vegna öldubrots úr suðri er hún stundum erfið. Um miðbik eyjarinnar liggur hryggur, um 161 m hár þar sem hann er hæstur. Mikið gróðurlendi þekur stóran hluta eyjunnar. Veiðikofi Suðureyinga var reistur 1951 norðan megin á eyjunni en miklar endurbætur hafa verið gerðar síðan þá. Fé er haft á beit í Suðurey og úteyjamenn veiða þar lunda. Mynd:Suðurey-kort.PNG Það er sagt bátfært í Suðurey þegar öldur brjóta ekki á sunnanverðri Hænu; þar sem uppgangan er sunnan til á eynni og sést því ekki frá Heimaey.