Snið:Grein vikunnar
Árið 1922-1923 var stofnað nýtt leikfélag í Vestmannaeyjum sem nefndist Nýja leikfélagið. Meðlimir þess og stofnendur voru Kristinn Ástgeirsson Miðhúsum, Valdimar Ástgeirsson Litlabæ, Filippus Árnason Ásgarði, Finnur J. Sigmundsson Uppsölum, Eyþór Þórarinsson Sólheimum, Yngvi Þorkelsson Eiðum, Karl Gränz Karlsbergi, Finnbogi Finnsson Íshúsinu, Nikolína Jónsdóttir Hásteinsvegi 4, Jónína Jónsdóttir Steinholti, Lilja Jónsdóttir Mjölni og Björn Sigurðsson frá Pétursborg.