Guðni Ingvar Guðnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. janúar 2025 kl. 13:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. janúar 2025 kl. 13:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðni Ingvar Guðnason''', vélvirkjameistari, þjónustustjóri skipa, f. 23. október 1961. <br> Foreldrar hans voru Guðni Grímsson frá Haukabergi við Vestmannabraut 11, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 13. nóvember 1934, d. 28. september 2017, og kona hans Esther Valdimarsdóttir frá Varmadal, húsfreyja, f. 10. desember 1938, d. 15. desember 2024. Börn Estherar og Guðna:<br> 1. V...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðni Ingvar Guðnason, vélvirkjameistari, þjónustustjóri skipa, f. 23. október 1961.
Foreldrar hans voru Guðni Grímsson frá Haukabergi við Vestmannabraut 11, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 13. nóvember 1934, d. 28. september 2017, og kona hans Esther Valdimarsdóttir frá Varmadal, húsfreyja, f. 10. desember 1938, d. 15. desember 2024.

Börn Estherar og Guðna:
1. Valdimar Guðnason vélstjóri, f. 4. maí 1957. Kona hans Þórey Einarsdóttir.
2. Grímur Guðnason rekur slökkvitækjaþjónustu, f. 29. júní 1960. Kona hans Eygló Kristinsdóttir.
3. Guðni Ingvar Guðnason vélstjóri, f. 23. október 1961. Kona hans Þórdís Úlfarsdóttir.
4. Bergur Guðnason stýrimaður, skipstjóri, f. 24. desember 1964. Kona hans Jónína Björk Hjörleifsdóttir.

Þau Fanney giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Þórdís giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á eitt barn. Þau búa á Litlalandi við Kirkjuveg 59.

I. Fyrrum kona Guðna Ingvars er Fanney Gísladóttir, húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 8. nóvember 1966. Foreldrar hennar Gísli Halldór Jónasson, skipstjóri, f. 13. september 1933, d. 30. júlí 2016, og Viktoría Karlsdóttir, húsfreyja, f. 6. nóvember 1939, d. 31. október 2020.
Börn þeirra:
1. Halldór Ingi Guðnason, f. 19. júlí 1986.
2. Hafdís Guðnadóttir, f. 21. mars 1990.

II. Kona Guðna er Þórdís Úlfarsdóttir, húsfreyja, útibússtjóri, f. 12. júní 1962.
Barn Þórdísar:
3. Sigrún Lína Þórdísardóttir, f. 19. júní 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.