Jón Stefánsson (múrari)
Jón Stefánsson frá Grund, múrari fæddist 7. júní 1937 á Akureyri og lést 30. janúar 2009 á heimili sínu í Skessugili á Akureyri.
Foreldrar hans voru Stefán Árnason frá Dagverðareyri, iðnverkamaður á Akureyri, síðar smiður á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, f. 19. september 1897, d. 23. maí 1977, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, húsfreyja, f. 24. febrúar 1899, síðar á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, d. 19. júlí 1980.
Ragnheiður og Stefán eignuðust ellefu börn en níu komust upp:
1. Ólafur Stefánsson verkamaður á Akureyri, f. 28. október 1925, d. 1. ágúst 2010.
2. Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1926, d. 3. október 2003.
3. Örn Stefánsson sjómaður, verkstjóri, fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1931, d. 26. mars 2018.
4. Stefán Gunnar Stefánsson sjómaður, f. 27. júlí 1932.
5. Anna Fríða Stefánsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1937, d. 25. maí 2005.
6. Jón Stefánsson sjómaður, múrari, síðar á Akureyri, f. 7. júní 1937, d. 30. janúar 2009.
7. Brynjar Karl Stefánsson á Grund, vélsmiður, vélstjóri, kaupmaður, f. 2. ágúst 1939.
8. Sigurður Árni Stefánsson sjómaður, f. 16. september 1941.
9. Auður Stefánsdóttir húsfreyja á Grund,síðar á Akureyri, f. 9. desember 1945.
Jón var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1955.
Hann stundaði sjómennsku, en lærði síðan múrverk og vann við það, þegar hann var í landi. Á Akureyri vann hann mest hjá Samherja.
Þau Ásta giftu sig 1957, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Pétursborg, Vestmannabraut 56B við giftingu, á Grund 1966, síðar á Höfðavegi 19.
Þau fluttust til Akureyrar í Gosinu og bjuggu þar síðan.
Jón lést 2009 og Erla 2019.
I. Kona Jóns, (19. september 1957), var Ásta Hallvarðsdóttir frá Pétursborg, húsfreyja, f. 25. júní 1939, d. 31. janúar 2019.
Börn þeirra:
1. Sigríður Halla Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. desember 1956. Maður hennar er Klæmint Klein.
2. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1958. Maður hennar er Gunnar Magnússon.
3. Sonja Rut Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1966. Maður hennar er Kjartan Smári Stefánsson.
4. Stefán Einar Jónsson kjötiðnaðarmaður, f. 22. október 1969. Kona hans er Steinunn Jóna Sævaldsdóttir.
5. Jóna Brynja Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1976. Maður hennar er Tómas Veigar Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 10. febrúar 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.