Gylfi Guðmundur Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. september 2024 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. september 2024 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gylfi Guðmundur Scheving''', verkstjóri fæddist 6. janúar 1940 að Landagötu 21.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Scheving bókhaldari, leikari, síðar skrifstofustjóri, f. 9. apríl 1910 að Steinsstöðum, d. 10. nóvember 1977, og kona hans Margrét Skaftadóttir Scheving frá Suður-Fossi í Mýral, húsfreyja, f. þar 28. júlí 1912, d. 2. nóvember 2009. Börn Margrétar og Sigurðar:<br> 1. Edda Scheving balletdansa...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gylfi Guðmundur Scheving, verkstjóri fæddist 6. janúar 1940 að Landagötu 21.
Foreldrar hans voru Sigurður Scheving bókhaldari, leikari, síðar skrifstofustjóri, f. 9. apríl 1910 að Steinsstöðum, d. 10. nóvember 1977, og kona hans Margrét Skaftadóttir Scheving frá Suður-Fossi í Mýral, húsfreyja, f. þar 28. júlí 1912, d. 2. nóvember 2009.

Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Edda Scheving balletdansari, skólastjóri eigin balletskóla, f. 19. febrúar 1936 í Ólafsvík við Hilmisgötu 7, d. 14. júlí 2002. Maður hennar, skildu, Heimir Guðjónsson.
2. Birgir Kristinn Scheving kjötiðnaðarmaður, forstöðumaður í Keflavík, f. 21. maí 1937 á Hjalla, d. 26. júní 2003. Kona hans Ágústa Erlendsdóttir.
3. Baldur Sveinn Scheving rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 31. október 1938 á Þingvöllum við Njararstíg 1. Kona hans Konny Hansen.
4. Gylfi Guðmundur Scheving verkstjóri, f. 6. janúar 1940 á Landagötu 21, býr í Reykjavík. Kona hans Jóhanna Hjelm.
5. Knútur Örn Scheving fulltrúi, býr á Hellu, f. 14. júní 1945 á Landagötu 21. Kona hans Anna Helga Kristinsdóttir.

Þau Jóhanna Guðríður giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Gylfa er Jóhanna Guðríður Hjelm, húsfreyja, f. 22. apríl 1944. Foreldrar hennar Jón Sívert Þorsteinn Hjelm, f. 21. desember 1915, d. 23. mars 1974, og Kristín Jónína Þórarinsdóttir, f. 4. júlí 1921, d. 17. ágúst 1995.
Börn þeirra:
1. Margrét G. Scheving, f. 14. nóvember 1962 í Ólafsvík.
2. Sívar Árni Scheving, f. 5. ágúst 1965 í Ólafsvík.
3. Kristín G. Scheving, f. 29. júlí 1970 í Ólafsvík.
4. Sigurður Ómar Scheving, f. 1. ágúst 1972 í Rvk.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.