Árni Sigurbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2020 kl. 10:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2020 kl. 10:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Sigurbjörnsson verkamaður fæddist 22. nóv. 1953 í Eyjum og lést 10. mars 1983.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Árnason frá Stóra-Hvammi sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998,. og kona hans Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttur frá Reykjavík, húsfreyja, f. 7. september 1923, d. 31. júlí 2016.

Börn Esterar og Sigurbjarnar:
1. Snæbjörn Sigurbjörnsson verkamaður, f. 2. apríl 1947 í Kamp Knox í Reykjavík, d. 27. mars 2000, ókvæntur.
2. Hafþór Sigurbjörnsson skipstjóri, verslunarmaður, innkaupastjóri, f. 31. júlí 1949 á Heimagötu 3 B. Hann býr í Svíþjóð. Kona hans Erla Björg Magnúsdóttir.
3. Sigurður Rósant Sigurbjörnsson kennari, f. 21. júní 1950 á Brekastíg 31. Barnsmóðir hans Guðríður Guðmundsdóttir. Fyrri kona hans var Guðbjörg Óskarsdóttir, látin. Síðari kona hans Hafdís Hrönn Ingimundardóttir.
4. Sigmar Ágúst Sigurbjörnsson sjúklingur, f. 12. sept. 1951, d. 24. mars 1972, ókvæntur.
5. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. sept. 1952. Maður hennar Sigurður Eyþórsson.
6. Árni Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. nóv. 1953, d. 10. mars 1983. Barnsmæður hans Anna Bjarndís Gísladóttir og Soffía Ragnarsdóttir.
7. Páll Ingimundur Blöndal Sigurbjörnsson tölvunarfræðingur, f. 15. apríl 1955. Kona hans Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir.
8. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1956. Barnsfaðir hennar Helgi Valur Helgason.
9. Finnbogi Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. sept. 1957, d. 27. okt. 2001, ókvæntur.
10. Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, f. 3. nóv. 1958. Barnsmóðir hans Lilja Sigurðardóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Erla Baldvinsdóttir.

Barn Sigurbjörns og Maríu Björgvinsdóttur:
11. Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. september 1944.

Barn Sigurbjörns og Erlu Kristjánsdóttur:
12. Svanur Sigurbjörnsson læknir, f. 13. febrúar 1965 í Reykjavík. Fyrrum sambýliskona hans Hanna Þórunn Skúladóttir. Fyrrum eiginkona hans Sólveig Halldórsdóttir.

Árni var með foreldrum sínum í fyrstu, en þau skildu, er hann var sex ára. Hann var með þeim á Hólagötu 31, fluttist með þeim í Hafnarfjörð 1954, á Álftanes 1955, var með þeim í Ægiskampi í Reykjavík 1956-1957, síðan í Gnoðarvogi uns þau skildu 1959. Hann var með móður sinni og systkinum þar.
Þau Anna Bjarndís Gísladóttir eignuðust eitt barn, en skildu og barnið var ættleitt.
Þau Soffía Ragnarsdóttir eignuðust eitt barn. Það barn var ættleitt af síðari manni Soffíu.
Árni lést 1983.

I. Sambýliskona Árna var Anna Bjarndís Gísladóttir, f. 27. júní 1953. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson frá Stokkseyri, f. 7. febrúar 1917, d. 20. maí 1978, og Valborg Ólafsdóttir úr Reykjavík, f. 9. janúar 1920, d. 28. júní 2005.
Maður Önnu Bjarndísar Emil Kristófersson.
Barn Árna og Önnu Bjarndísar:
1. Ester Árnadóttir, varð Kristófersdóttir og síðar Ester K. Vigil, f. 28. janúar 1974. Maður hennar Erick Vigil.

II. Sambýliskona Árna var Soffía Ragnarsdóttir, f. 18. maí 1956, d. 19. janúar 2018. Foreldrar hennar Ragnar Alfreðsson sölumaður, f. 3. júní 1930, d. 12. maí 1986 og Ásdís Ísleifsdóttir og Soffíu Gísladóttur Johnsen, f. 9. desember 1928, d. 14. október 2002.
Síðari maður hennar Loftur Þorsteinsson.
Barn Árna og Soffíu:
2. Theodóra Björg Árnadóttir, varð Loftsdóttir, býr í Svíþjóð, f. 21. desember 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.