Jóhann Gíslason (Uppsölum)
Jóhann Ingvar Gíslason frá Vestari-Uppsölum, sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, bifreiðastjóri, síðar húsvörður fæddist þar 27. ágúst 1917 og lést 25. desember 2007.
Foreldrar hans voru Gísli Ingvarsson útgerðarmaður, f. 20. júní 1887 í Brennu u. Eyjafjöllum, d. 28. ágúst 1968, og kona hans Sigríður Brandsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1887 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 1. ágúst 1966.
Börn Sigríðar og Gísla:
1. Guðjón Sigurður Gíslason netagerðarmaður, múrari, f. 19. júní 1910 á Bergi, d. 6. apríl 1987. Kona hans var Laufey Bergmundsdóttir.
2. Jóhann Ingvar Gíslason sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, f. 27. ágúst 1917 í Uppsölum, síðast í Reykjavík, d. 25. desember 2007. Kona hans var Hrefna Elíasdóttir.
Jóhann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn og húsasmíði.
Jóhann var sjómaður á Uppsölum 1940, verkamaður á Faxastíg 11 1945, síðan húsasmiður og síðar bifreiðastjóri. Hann varð síðar húsvörður í Varmárskóla í Mosfellsbæ
Jóhann var kaupamaður í sveit á yngri árum, m.a. í Þykvabænum.
Þau Hrefna giftu sig 1939, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Uppsölum í fyrstu, síðan á Faxastíg 11, en fluttu til Reykjavíkur 1963. Þau bjuggu í Bólstaðarhlíð 68, en byggðu Byggðarholt 14 í Mosfellsbæ og bjuggu þar til 1998, en síðan í þjónustuíbúð í Hæðargarði 35. Að síðustu dvöldu þau saman á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Hrefna lést 2006 og Jóhann Ingvar 2007.
I. Kona Jóhanns Ingvars, (23. desember 1939), var Hrefna Elíasdóttir frá Borgartúni í Þykkvabæ, Rang., húsfreyja, f. 24. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 3. júní 2006.
Börn þeirra:
1. Ásta Jóhannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 28. júní 1940 í Uppsölum. Maður hennar, skildu, var Karl Friðrik Kristjánsson, látinn. Síðari maður hennar Gísli Ástvaldur Eiríksson, látinn.
2. Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja, fóstra, f. 11. október 1943 á Faxastíg 11, d. 21. apríl 2005. Maður hennar Sigurður Rúnar Símonarson.
3. Óskar Jóhannsson prentari, f. 25. október 1947 á Faxastíg 11. Kona hans Valgerður G. Sigurðardóttir.
4. Sigurður Gísli Jóhannsson vélstjóri, bifvélavirki, sölumaður, f. 18. september 1950 í Uppsölum. Fyrri kona hans Guðrún Björnsdóttir, látinn. Síðari kona hans Þóra Sigurðardóttir.
5. Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja, bókasafnsfræðingur, bankastarfsmaður, móttökuritari, f. 12. júní 1957. Maður hennar Jón Gunnar Borgþórsson
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kristín.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 7. janúar 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.