Jóhann Gíslason (Uppsölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Ingvar Gíslason.

Jóhann Ingvar Gíslason frá Vestari-Uppsölum, sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, bifreiðastjóri, síðar húsvörður fæddist þar 27. ágúst 1917 og lést 25. desember 2007.
Foreldrar hans voru Gísli Ingvarsson útgerðarmaður, f. 20. júní 1887 í Brennu u. Eyjafjöllum, d. 28. ágúst 1968, og kona hans Sigríður Brandsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1887 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 1. ágúst 1966.

Börn Sigríðar og Gísla:
1. Guðjón Sigurður Gíslason netagerðarmaður, múrari, f. 19. júní 1910 á Bergi, d. 6. apríl 1987. Kona hans var Laufey Bergmundsdóttir.
2. Jóhann Ingvar Gíslason sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, f. 27. ágúst 1917 í Uppsölum, síðast í Reykjavík, d. 25. desember 2007. Kona hans var Hrefna Elíasdóttir.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn og húsasmíði.
Jóhann var sjómaður á Uppsölum 1940, verkamaður á Faxastíg 11 1945, síðan húsasmiður og síðar bifreiðastjóri. Hann varð síðar húsvörður í Varmárskóla í Mosfellsbæ
Jóhann var kaupamaður í sveit á yngri árum, m.a. í Þykvabænum.
Þau Hrefna giftu sig 1939, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Uppsölum í fyrstu, síðan á Faxastíg 11, en fluttu til Reykjavíkur 1963. Þau bjuggu í Bólstaðarhlíð 68, en byggðu Byggðarholt 14 í Mosfellsbæ og bjuggu þar til 1998, en síðan í þjónustuíbúð í Hæðargarði 35. Að síðustu dvöldu þau saman á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Hrefna lést 2006 og Jóhann Ingvar 2007.

I. Kona Jóhanns Ingvars, (23. desember 1939), var Hrefna Elíasdóttir frá Borgartúni í Þykkvabæ, Rang., húsfreyja, f. 24. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 3. júní 2006.
Börn þeirra:
1. Ásta Jóhannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 28. júní 1940 í Uppsölum. Maður hennar, skildu, var Karl Friðrik Kristjánsson, látinn. Síðari maður hennar Gísli Ástvaldur Eiríksson, látinn.
2. Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja, fóstra, f. 11. október 1943 á Faxastíg 11, d. 21. apríl 2005. Maður hennar Sigurður Rúnar Símonarson.
3. Óskar Jóhannsson prentsmiður, f. 25. október 1947 á Faxastíg 11. Kona hans Valgerður G. Sigurðardóttir.
4. Sigurður Gísli Jóhannsson vélstjóri, bifvélavirki, sölumaður, f. 18. september 1950 í Uppsölum. Fyrri kona hans Guðrún Björnsdóttir, látinn. Síðari kona hans Þóra Sigurðardóttir.
5. Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja, bókasafnsfræðingur, bankastarfsmaður, móttökuritari, f. 12. júní 1957. Maður hennar Jón Gunnar Borgþórsson


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.