Þorbjörn Jónsson (Illugagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 11:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 11:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Þorbjörn Jónsson. '''Þorbjörn Jónsson''' farmaður, byggingaverkamaður fæddist 1. október 1923 í Reykjavík og lést 22. júní 2013 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.<br> Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson, f. 18. nóvember 1889, d. 19. ágúst 1957, og Þórunn Pálsdóttir, f. 14. mars 1892, d. 18. september 1969. Börn Þórunnar og Jóns:<br> 1. Helgi Magnús Jónsson, f. 25. febrúar 1914, d. 7. mars 1975.<br> 2....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorbjörn Jónsson.

Þorbjörn Jónsson farmaður, byggingaverkamaður fæddist 1. október 1923 í Reykjavík og lést 22. júní 2013 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson, f. 18. nóvember 1889, d. 19. ágúst 1957, og Þórunn Pálsdóttir, f. 14. mars 1892, d. 18. september 1969.

Börn Þórunnar og Jóns:
1. Helgi Magnús Jónsson, f. 25. febrúar 1914, d. 7. mars 1975.
2. Steinþór Svavar Jónsson, f. 22. maí 1920, d. 1922.
3. Þorbjörn Jónsson, f. 1. október 1923, d. 22. júní 2013.
4. Jón Eyjólfur Jónsson, f. 18. maí 1925, d. 29. nóvember 2007.
Uppeldisbróðir Þorbjarnar var
5. Steinþór Svavar Magnússon, f. 3. febrúar 1936, bjó í Svíþjóð, d. 13. júní 2017.

Þorbjörn var farmaður á yngri árum sínum, sigldi á bandarískum skipum á Heimsstyrjaldarárunum.
Hann varð byggingaverkamaður, vann til áttræðs.
Þau Anna Fjóla giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast við Írabakka 12 í Reykjavík. Þorbjörn flutti til Eyja, bjó hjá Þórunni dóttur sinni og Guðlaugi Kristóferssyni.
Anna Fjóla lést 2004 og Þorbjörn 2013.

I. Kona Þorbjarnar, (22. febrúar 1952), var Anna Fjóla Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. desember 1923, d. 26. febrúar 2004. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 24. júní 1872, d. 13. júlí 1957, og Lilja Sigurjónsdóttir, f. 13. desember 1888, d. 23. mars 1976.
Börn þeirra:
1. Þórunn Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1951. Maður hennar Kristófer Þór Guðlaugsson.
2. Lilja Þorbjörnsdóttir, f. 1. júlí 1954. Fyrrum maður hennar Helgi Baldvinsson.
3. Jóna Soffía Þorbjörnsdóttir, f. 30. janúar 1858. Fyrrum maður hennar Víglundur Þór Víglundsson.
4. Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir, f. 12. júní 1961. Maður hennar Már Friðþjófsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.