Guðmunda Torfadóttir (Ási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júní 2022 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júní 2022 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmunda Torfadóttir.

Guðmunda Torfadóttir í Ási, húsfreyja fæddist 22. apríl 1905 í Hnífsdal og lést 27. september 1983.
Foreldrar hennar voru Torfi Magnús Björnsson úr Dýrafirði, sjómaður, f. 8. febrúar 1863, d. 1. október 1911, og kona hans Jónína Anna Ólafsdóttir úr Skutulsfirði, húsfreyja, f. 1867, d. 23. október 1920.

Börn Jónínu Önnu og Torfa í Eyjum:
1. Guðmunda Torfadóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1905, d. 27. september 1983.
2. Torfi Lýður Torfason sjómaður, f. 20. nóvember 1907, d. 30. mars 1996.

Guðmunda var með foreldrum sínum í Eyrarsókn 1910, vinnukona í Grafargili í Mosvallahreppi í Önundarfirði 1920. Hún eignaðist barn með Gils 1926 og 1927, með Guðmundi 1929.
Þau Sighvatur giftu sig 1930, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í Ási við Kirkjuveg 49.
Sighvatur lést 1975.
Guðmunda bjó að síðustu í Reykjavík. Hún lést 1983.

I. Barnsfaðir Guðmundu að tveim börnum var Gils Sigurðsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 7. september 1903, d. 13. janúar 1979.
Barn þeirra, kjörbarn Jóns A. Kristjánssonar og Vilborgar Torfadóttur í Hnífsdal:
1. Kristjana Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1926 á Tangagötu 31 á Ísafirði, d. 20. október 2011. Maður hennar Sigurður Viggó Nordquist.
Barn þeirra Gils:
2. Guðríður Gilsdóttir Kinloch húsfreyja, f. 31. desember 1927 í Reykjavík, d. 19. maí 2011. Maður hennar Gilbert Kinloch.

II. Barnsfaðir Guðmundu var Guðmundur Marinó Guðmundsson úr Reykjavík, f. 7. febrúar 1911, d. 11. desember 1964.
Barn þeirra:
3. Haukur Guðmundsson verkstjóri, f. 25. október 1929 í Reykjavík, d. 3. september 1991. Kona hans Theódóra Óskarsdóttir.

III. Maður Guðmundu, (1. nóvemer 1930), var Sighvatur Bjarnason skipstjóri, útgerðarmaður, forstjóri, f. 27. október 1903, d. 15. nóvember 1975.
Börn þeirra:
4. Margrét Sighvatsdóttir, f. 28. júlí 1931 í Ási, d. 15. nóvemer 2009.
5. Bjarni Sighvatsson, f. 2. desember 1932 í Ási, d. 9. október 2018.
6. Sigurður Arnar Sighvatsson, f. 6. ágúst 1934 í Ási.
7. Guðbjartur Richarð Sighvatsson, f. 10. janúar 1937 í Ási.
8. Hrefna Sighvatsdóttir, f. 23. júlí 1939 í Ási.
9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.
10. Magnús Torfi Sighvatsson, f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.
11. Jón Sighvatsson, f. 25. maí 1946 í Ási.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.