Símon Eðvald Traustason (bóndi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. apríl 2023 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. apríl 2023 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Símon Eðvald Traustason''' frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, bóndi fæddist þar 1. ágúst 1948. <br> Foreldrar hans voru Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, f. 13. ágúst 1915 að Eyjarhólum, d. 2. desember 2008 á Landspítalanum, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 12. október 1917, d. 3. mars 2011 á hjúkrunarheimilinu Grund í...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Símon Eðvald Traustason frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, bóndi fæddist þar 1. ágúst 1948.
Foreldrar hans voru Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, f. 13. ágúst 1915 að Eyjarhólum, d. 2. desember 2008 á Landspítalanum, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 12. október 1917, d. 3. mars 2011 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

Börn Ragnheiðar og Trausta:
1. Halldóra Traustadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. júní 1938. Maður hennar er Einar Jónasson.
2. Guðjón Traustason vélvirkjameistari, f. 23. apríl 1943. Kona hans Guðrún Kristín Erlendsdóttir.
3. Kornelíus Traustason húsasmíðameistari, f. 30. maí 1946. Kona hans Elín Pálsdóttir.
4. Símon Eðvald Traustason bóndi á Ketu í Skagafirði, f. 1. ágúst 1948. Kona hans Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir.
5. Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júlí 1950. Maður hennar Sigurður S. Wium.
6. Vörður Leví Traustason prestur og fyrrverandi lögregluþjónn, bifvélavirki, framkvæmdastjóri Samhjálpar, f. 21. okt. 1952. Kona hans Ester Karin Jacobsen frá Noregi.
7. Guðrún Ingveldur Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. mars 1954. Maður hennar Geir Jón Þórisson.

Símon var með foreldrum sínum, flutti til Kópavogs 1965.
Hann lauk námi í Gagnfræðaskólanum 1964, stundaði nám í Iðnskólanum í Eyjum, lærði þar húsasmíði, lauk búfræðinámi í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal vorið 1967 og einkaflugmannsprófi 1982.
Hann vann við tamningar á Vatnsleysu í Skagafirði sumarið 1967, vann síðar á jarðýtu hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga fyrstu búskaparárin.
Símon hóf búskap að Egg í Hegranesi 1969, festi síðan kaup á jörðinni Ketu í Hegranesi 1974 og hefur búið þar síðan.
Hann hefur setið í sveitarstjórn Rípurhrepps 1978-1998 að einu kjörtímabili undanskildu og var oddviti hreppsins 1994-1998 þar til hreppurinn sameinaðist Sveitarfélaginu Skagafirði. Hann hefur setið í stjórn Búnaðarfélags Rípurhrepps frá 1979, verið formaður þess frá 1989. Hann var formaður Náttúruverndarnefndar Skagafjarðar um árabil og sat í fjölda ára í nefndum á vegum sveitar sinnar. Hann sat í samlagsráði Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga um árabil, þar til hann hætti mjólkurframleiðslu 2013.
Þau Ingibjörg Jóhanna giftu sig 1968, eignuðust fjögur börn.

ctr
Símon, Ingibjörg og börn.

I. Kona Símonar, (27. júlí 1968), er Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir frá Egg, húsfreyja, f. 12. maí 1947. Foreldrar hennar Jóhannes Ingimar Hannesson bóndi í Egg, f. 21. ágúst 1913, d. 30. mars 2007, og kona hans Jónína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1914, d. 31. mars 2010.
Börn þeirra:
1. Jónína Hrönn Símonardóttir kennari á Þingeyri við Dýrafjörð, f. 10. janúar 1969. Maður hennar Sigurjón Hákon Kristjánsson.
2. Jóhannes Hreiðar Símonarson útibússtjóri Orion-banka á Hellu, Rang., f. 24. ágúst 1973. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
3. Ragnheiður Hlín Símonardóttir bóndi á Kálfafelli í Fljótshverfi, V.-Skaft., f. 6. ágúst 1979. Maður hennar Björn Helgi Snorrason.
4. Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri Farskólans, símenntunarstöðvar á Sauðárkróki, f. 7. desember 1984. Maður hennar Helgi Svanur Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.