Hálfdán Hannesson (Brimhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. mars 2023 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. mars 2023 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Hálfdán Hannesson. '''Hálfdán Hannesson''' frá Brimhólum, bifvélavirki fæddist 4. október 1914 á Hjalla við Vestmannabraut 57 og lést 12. febrúar 2011 í hjúkrunarheimilinu Mörk.<br> Foreldrar hans voru Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúa...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hálfdán Hannesson.

Hálfdán Hannesson frá Brimhólum, bifvélavirki fæddist 4. október 1914 á Hjalla við Vestmannabraut 57 og lést 12. febrúar 2011 í hjúkrunarheimilinu Mörk.
Foreldrar hans voru Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1981, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1884 á Bakka í A.-Landeyjum, d. 5. maí 1976.

Börn Guðrúnar og Hannesar:
1. Jón Hjaltalín Hannesson rafvirki, vélstjóri, f. 20. júní 1912 á Lögbergi, d. 26. nóvember 2017.
2. Guðný Marta Hannesdóttir saumakona, f. 28. júní 1913 á Hjalla, d. 15. júlí 2011.
3. Hálfdán Hannesson bifvélavirki, f. 4. október 1914 á Hjalla, d. 12. febrúar 2011.
4. Ragnheiður Hannesdóttir húsfreyja, f. 12. október 1915 á Hjalla, d. 5. mars 2015.
5. Elínborg Hannesdóttir hattagerðarkona, saumakona, f. 23. ágúst 1917 á Hjalla, d. 19. maí 2010.
6. Þóra Hannesdóttir húsfreyja, saumakona, f. 2. júní 1919 á Steinsstöðum, d. 6. febrúar 2000.
7. Sigurður Hannesson, f. 21. apríl 1922 á Steinsstöðum, d. 28. apríl 1922.

Hálfdán var með foreldrum sínum.
Hann nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni, lærði síðan bifvélavirkjun og sérmenntaði sig í viðgerðum á Austin-bifreiðum á Englandi.
Hálfdán var rútubílstjóri hjá Ólafi Ketilssyni, var bifvélavirki hjá Garðari Gíslasyni. Hann keypti lóð við Ármúla 44 í Reykjavík, byggði þar hús fyrir verkstæði, breytti því 1974 í bílaþjónustu þar sem fólk gat gert við bíla sína og veitti aðstoð, ef þurfti. Hann rak fyrirtækið til 1988.
Þau Inga giftu sig1947, eignuðust fjögur börn.
Hálfdán lést 2011 og Inga 2014.

I. Kona Hálfdánar, (1947), var Inga María Hannesson húsfreyja, fædd Münch 23. september 1923 í Þýskalandi, d. 3. mars 2014. Móðir hennar var Helga Einarsdóttir Münch húsfreyja, f. 4. ágúst 1897, d. 4. desember 1968. Faðir hennar var Münch yfirmatsveinn í þýska hernum á stríðsárunum.
Börn þeirra:
1. Helgi Hálfdánarson, f. 8. mars 1949. Fyrrum kona hans Anna Sigríður Wessman.
2. Högni Hálfdánarson, f. 14. janúar 1953, d. 10. ágúst 1989.
3. Gunnar Hálfdánarson, f. 7. desember 1955. Kona hans er Erla Dóris Halldórsdóttir.
4. Sigrid Guðrún Hálfdánardóttir, f. 6. júní 1960. Fyrrum maður Guðmundur Þór Guðbrandsson. Maður hennar Guðjón Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.