Dóróthea Einarsdóttir (Sætúni)
Dóróthea Einarsdóttir frá Sætúni, húsfreyja, matráðskona fæddist 10. febrúar 1940 í Sætúni við Bakkastíg 10 og lést 2. desember 2021 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Einar Sveinn Jóhannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 13. apríl 1904, d. 26. september 1994, og kona hans Sigríður Ágústsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1912 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. október 1996.
Börn Sigríðar og Einars Sveins:
1. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, forstöðukona heimilisþjónustu Kópavogs, f. 10. febrúar 1937 í Sætúni. Maður hennar Ólafur Valdimar Oddsson verktaki, látinn.
2. Dóróthea Einarsdóttir húsfreyja í Mosfellssveit, matráðskona, f. 10. febrúar 1940 í Sætúni, d. 2. desember 2021. Maður hennar Magnús Sigurðsson, látinn.
3. Elín Bryndís Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, sjúkraliði, f. 1. apríl 1942 á Hásteinsvegi 7.
4. Þorbjörg Guðný Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, fiskverkakona, f. 12. apríl 1950 í Steinum.
5. Sveinn Einarsson vélstjóri í Eyjum, f. 14. maí 1958 á Sjúkrahúsinu. Fyrrum kona hans Þorleif Lúthersdóttir.
Dóróthea var með foreldrum sínum.
Hún lauk skyldunámi 1955.
Dóróthea var matráðskona í Mosfellsbæ.
Þau Magnús giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við
Urðaveg 44, síðar í Grænuhlíð 22. Þau fluttu í Mosfellsbæ við Gosið 1973, bjuggu í Stóra-Krika og á Fróðengi 7.
Magnús lést í mars og Dóróthea í desember 2021.
I. Maður Dórótheu, (17. desember 1960), var Magnús Sigurðsson múrarameistari frá Urðavegi 44, f. 10. mars 1938, d. 15. mars 2021.
Börn þeirra:
1. Kristín Magnúsdóttir skrifstofustjóri, f. 4. desember 1960. Maður hennar Sigurgeir Kári Ársælsson.
2. Sigurður Magnússon, f. 16. júní 1964. Kona hans Sigríður Hálfdánardóttir.
3. Einar Sveinn Magnússon, f. 3. júní 1969. Kona hans Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.