Benedikt Ragnarsson (sparisjóðsstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. desember 2022 kl. 11:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. desember 2022 kl. 11:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Benedikt.
Benedikt árið 1983.

Benedikt Grétar Ragnarsson fæddist 22. júlí 1942 og lést 20. júní 1999. Hann bjó á Fjólugötu 5. Hann byrjaði sem bókhaldari hjá Sparisjóði Vestmannaeyja 3. júní 1963 og var sparisjóðsstjóri frá 1974 til dauðadags.

Frekari umfjöllun

Benedikt Grétar Ragnarsson frá Bifröst við Bárustíg 11, sparisjóðsstjóri fæddist þar 22. júlí 1942 og lést 20. júní 1999.
Foreldrar hans voru Ragnar Benediktsson verkstjóri, vigtarmaður, tónlistarmaður, f. 13. mars 1895 á Borgareyri í Mjóafirði eystra, d. 7. júní 1968, og kona hans Guðmunda Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1908 á Búrfelli í Borgarfirði vestra, d. 16. október 1978.

Börn Guðmundu Valgerðar og Ragnars:
1. Valgerður Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1938 í Garðhúsum við Kirkjuveg 14.
2. Benedikt Grétar Ragnarsson sparisjóðsstjóri, f. 22. júlí 1942 í Bifröst, d. 20. júní 1999.
3. María Ragnhildur Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1949 í Bifröst.

Benedikt var með foreldrum sínum í æsku, á Bifröst og á Vesturvegi 29.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959, lærði á lýðháskóla í Danmörku og var í bankaskóla í Englandi 1966-1967.
Benedikt stundaði sjómennsku í eitt ár, var skrifstofumaður hjá Skipaútgerð ríkisins í Vestmannaeyjum.
Hann hóf störf í Sparisjóðnum 1963, var gjaldkeri, bókari, skrifstofustjóri og síðan sparisjóðsstjóri frá 1974.
Benedikt var félagi í Akóges í Vestmannaeyjum, Bridsfélagi Vestmannaeyja, Golfklúbbi Vestmannaeyja og í félagi bjargveiðimanna og stundaði veiðar í Suðurey um árabil.
Þau Sigrún giftu sig 1975, eignuðust tvö börn, og Sigrún átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu á Fjólugötu 5 og á Huldulandi við Heiðarveg 41.
Benedikt lést 1999. Sigrún býr í Kópavogi.

I. Kona Benedikts, (16. ágúst 1975), er Sigrún Þorláksdóttir frá Hvolsvelli, húsfreyja, forstöðumaður, f. þar 9. mars 1945.
Börn þeirra:
1. Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur, aðstoðarbankastjóri, f. 10. nóvember 1976. Maður hennar Einar Þór Guðjónsson Rögnvaldssonar og Ragnheiðar Einarsdóttur Hjartarsonar.
2. Ragnar Benediktsson vélfræðingur, viðskiptafræðingur, hefur MSc-próf í fjármálum frá Pekingháskóla. Hann er fjárfestingastjóri, ókvæntur.
Börn Sigrúnar frá fyrra hjónabandi hennar og fósturbörn Benedikts:
1. Bjarney Sif Ólafsdóttir listamaður, starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 4. júlí 1963. Maður hennar Ólafur Björgvin Pétursson.
2. Óskar Örn Ólafsson skipstjóri, starfsmaður Vinnslustöðvarinnar, f. 20. júlí 1967. Fyrrum kona hans Erla Gísladóttir. Kona hans Kristbjörg Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.