Sigrún Þorláksdóttir (Huldulandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigrún Þorláksdóttir frá Hvolsvelli, húsfreyja, matráðskona, forstöðumaður fæddist þar 9. mars 1945.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson frá Tindum í A.-Hún., verkstæðisformaður á Hvolsvelli, Rang., f. 15. ágúst 1916, d. 17. apríl 1995, og kona hans Gróa Bjarney Helgadóttir frá Forsæti í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 11. maí 1926, d. 22. febrúar 2006.

Sigrún var með foreldrum sínum.
Hún vann ýmis störf, vann við fiskiðnað, var matráðskona á Hvoli á Hvolsvelli, á Álafossi, var forstöðumaður í Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi.
Þau Ólafur Siggeir giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hvolsvelli, en skildu.
Þau Benedikt giftu sig 1975, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Fjólugötu 5 og í Huldulandi við Heiðarveg 41.
Benedikt lést 1999. Sigrún býr í Kópavogi

I. Maður Sigrúnar, (30. nóvember 1963), var Ólafur Siggeir Óskarsson frá Hellishólum í Fljótshlíð, bifvélavirki, f. 21. apríl 1934, d. 8. október 2021. Foreldrar hans voru Óskar S. Ólafsson bóndi, f. 26. ágúst 1908, d. 10. júní 1990, og kona hans Lovísa Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1912, d. 26. janúar 2006.
Börn þeirra:
1. Bjarney Sif Ólafsdóttir listamaður, starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 4. júlí 1963. Maður hennar Ólafur Björgvin Pétursson.
2. Óskar Örn Ólafsson skipstjóri, starfsmaður Vinnslustöðvarinnar, f. 20. júlí 1967. Fyrrum kona hans Erla Gísladóttir. Kona hans Kristbjörg Jónsdóttir.

II. Maður Sigrúnar, (16. ágúst 1975), var Benedikt Grétar Ragnarsson frá Bifröst, sparisjóðsstjóri, f. 22. júlí 1942, d. 20. júní 1999.
Börn þeirra:
3. Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur, aðstoðarbankastjóri, f. 10. nóvember 1976. Maður hennar Einar Þór Guðjónsson Rögnvaldssonar og Ragnheiðar Einarsdóttur Hjartarsonar.
4. Ragnar Benediktsson vélfræðingur, viðskiptafræðingur, hefur MSc-próf í fjármálum frá Pekingháskóla. Hann er fjárfestingastjóri, f. 10. maí 1981, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.