Óskar Örn Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Örn Ólafsson, skipstjóri, löndunarstjóri fæddist 20. júlí 1967.
Foreldrar hans Ólafur Siggeir Óskarsson, bifvélavirki, f. 21. apríl 1934, d. 8. október 221, og Sigrún Þorláksdóttir, frá Hvolsvelli, húsfreyja, matráðskona, forstöðumaður, f. 9. mars 1945.

Börn Sigrúnar og Ólafs:
1. Bjarney Sif Ólafsdóttir listamaður, starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 4. júlí 1963. Maður hennar Ólafur Björgvin Pétursson.
2. Óskar Örn Ólafsson skipstjóri, starfsmaður Vinnslustöðvarinnar, f. 20. júlí 1967. Fyrrum kona hans Erla Gísladóttir. Kona hans Kristbjörg Jónsdóttir.
Börn Sigrúnar og Benedikts Ragnarssonar:
3. Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur, aðstoðarbankastjóri, f. 10. nóvember 1976. Maður hennar Einar Þór Guðjónsson.
4. Ragnar Benediktsson vélfræðingur, viðskiptafræðingur, hefur MSc-próf í fjármálum frá Pekingháskóla. Hann var fjárfestingastjóri, nú sjóðsstjóri, f. 10. maí 1981, ókvæntur.

Þau Erla giftu sig 1991, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Óskar eignaðist tvíbura með Ólöfu 2003.
Þau Kristbjörg giftu sig 2020, eiga ekki börn saman, en hún á tvö börn.

I. Kona Ólafs Arnar, (31. desember 1991, skildu 1999), er Erla Gísladóttir, húsfreyja, sjúkranuddari, stuðningsfulltrúi, f. 2. ágúst 1969.
Börn þeirra:
1. Gígja Óskarsdóttir, f. 11. nóvember 1991.
2. Birta Óskarsdóttir, f. 30. ágúst 1996.

II. Barnsmóðir Óskars er Ólöf Kristjánsdóttir, f. 3. júlí 1964.
Börn þeirra:
3. Ólafur Benedikt Óskarsson, f. 24. júní 2003.
4. María Sif Óskarsdóttir, f. 24. júní 2003.

III. Kona Óskars Arnar er Kristbjörg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 4. október 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.