Hilmir Sigurðsson (Svanhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2021 kl. 14:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2021 kl. 14:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hilmir Sigurðsson (Svanhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Hilmir Sigurðsson frá Svanhól, vélstjóri fæddist 3. september 1932 á Heiði.
Foreldrar hans voru Sigurður Gísli Bjarnason frá Hlaðbæ, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1905, d. 5. október 1970, og kona hans Þórdís Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995.

Börn Þórdísar og Sigurðar:
1. Jóhann Guðmundur Sigurðsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1930 í Hlaðbæ, d. 17. október 2003. Kona hans Guðný Guðmundsdóttir, látin.
2. Bjarni Hilmir Sigurðsson vélstjóri, f. 3. september 1932 á Heiði. Kona hans Friðrikka Sigurðardóttir.
3. Halla Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1936. Maður hennar Jón Snæbjörnsson.
4. Sigurður Sigurðsson rennismíðameistari, f. 12. ágúst 1945. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.
5. Gunnar Þór Sigurðsson vélstjóri, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, f. 7. júlí 1948. Fyrrum kona hans Bjartey Sigurðardóttir.
Uppeldissystir Hilmis, dóttir Sigrúnar móðursystur hans:
6. Þórey Guðjóns, f. 1. ágúst 1944, d. 31. desember 2000. Maður hennar Agnar Pétursson.

Hilmir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann ýmis störf, var m.a. bifreiðastjóri. Hann varð sjómaður, vélstjóri, m.a. á Margréti frá Siglufirði, Pétri Sig og Sigurvon úr Reykjavík, á Fífli GK, Gísla Árna RE og Helgu II og Helgu RE.
Þau Friðrikka giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, en í Stykkishólmi frá 2001-2018, en síðan á Selfossi.

I. Kona Bjarna Hilmis, (25. september 1963), er Friðrikka Sigurðardóttir svæfingahjúkrunarfræðingur frá Djúpavík í Strands., f. 17. júlí 1934 í Reykjarfirði. Foreldrar hennar voru Sigurður Pétursson síma- og póstafgreiðslumaður, síðar útgerðarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1912 í Bolungarvík, d. 8. júní 1972, og kona hans Ína Jensen Sigvaldadóttir, húsfreyja, f. 2. október 1911, d. 17. febrúar 1997.
Börn þeirra:
1. Hafdís Bjarnadóttir lífeindafræðingur á Selfossi, f. 26. júní 1964. Maður hennar Kristinn Helgi Jónsson.
2. Sigurður Gísli Bjarnason yngri, rafeindavirki, tölvunarverkfræðingur í Bandaríkjunum, f. 2. desember 1966. Fyrrum kona hans Marlyn Bjarnason.
3. Þórdís Bjarnadóttir búfræðingur, leikskólakennari á Selfossi, f. 11. desember 1972. Maður hennar Ófeigur Leifsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Friðrikka.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.