Óskar Einarsson (verkstjóri)
Óskar Sigurjón Einarsson framleiðslustjóri, verkstjóri fæddist 7. febrúar 1945 að Vestmannabraut 74.
Foreldrar hans voru Einar Sigurjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, f. 7. janúar 1920 á Höfðabrekku, d. 14. október 1998, og kona hans Hrefna Sigurðardóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 20. júlí 1916, d. 20. febrúar 2000.
Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk fjórða bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1962.
Hann vann hjá Samfrosti 1963-1978, var þar hagræðingarstjóri, fluttist til Reykjavíkur 1980,var framleiðslustjóri hjá Ísbirninum 1980-1985 og framleiðslustjóri hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna 1985-1999.
Síðan var Óskar verkstjóri í Áhaldahúsi Seltjarnarnesbæjar til starfsloka.
Þau Lilja giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólagötu 35, síðan á Illugagötu 23. Þau skildu 1981.
Óskar og Katla hafa búið saman frá 1981, í fyrstu á Laugarnesvegi 39, síðan á Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Óskar er tvígiftur.
I. Fyrri kona hans, (21. maí 1966), er Guðfinna Lilja Tómasdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 30. mars 1943.
Börn þeirra:
1. Inga Óskarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, f. 30. september 1966. Maður hennar er Pétur Lúisson frá Selfossi.
2. Hrefna Óskarsdóttir húsfreyja, kennari í Hafnarfirði, síðar starfsmaður Landsbanka Íslands, f. 5. febrúar 1971. Maður hennar er Páll Arnar Erlingsson.
3. Ásta Jóna Óskarsdóttir húsfreyja, sölumaður hjá Iceland Air í Sevilla á Spáni, f. 11. maí 1977. Maður hennar er Manzo Nunes spænskrar ættar.
II. Síðari kona Óskars er Katla Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, gæðaeftirlitsmaður, f. 8. febrúar 1941.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Óskar Einarsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.