Guðjón Emil Aanes

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 10:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 10:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðjón Emil Aanes“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Emil Aanes.

Guðjón Emil Aanes frá Þrúðvangi, sjómaður, skipstjóri fæddist 24. júlí 1930 í Brautarholti við Landagötu 3b og lést 8. maí 1983.
Foreldrar hans voru Arthur Aanes frá Andvaag í Stamnes í Noregi, vélstjóri, vélvirki, f. 3. september 1903, d. 2. nóvember 1988, og fyrri kona hans Bjarney Ragnheiður Jónsdóttir frá Brautarholti, síðar húsfreyja á Þrúðvangi, f. 4. desember 1905 í Selkirk í Kanada, d. 9. nóvember 2006.

Börn Ragnheiðar og Arthurs:
1. Guðjón Emil Aanes skipstjóri, f. 24. júlí 1930 í Brautarholti, d. 8. maí 1983.
2. Andvana stúlka, f. í október 1931.
3. Örn Aanes yfirvélstjóri, verksmiðjustjóri, f. 18. nóvember 1932 í Brautarholti, d. 3. desember 2020.
Börn Ragnheiðar og Sigurðar Ólasonar:
4. Óli Haukur Sigurðsson, f. 16. október 1935 á Þrúðvangi, d. 22. janúar 1937.
5. Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1940 á Þrúðvangi.
6. Gerður Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja, myndlistamaður, f. 27. desember 1944 á Þrúðvangi.
Börn Arthurs og Katrínar Gunnarsdóttur:
7. Sigrún Arthúrsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. maí 1936 á Brekastíg 19, d. 14. desember 2003.
8. Gunnar Arthúrsson flugstjóri í Reykjavík, f. 30. október 1939 á Hásteinsvegi 41.
9. Rannveig Arthúrsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Bandaríkjunum, f. 25. júlí 1942 á Hásteinsvegi 41.

Guðjón var með foreldrum sínum, en þau skildu, er hann var í æsku.
Hann ólst upp á Þrúðvangi hjá móður sinni og Sigurði Ólasyni, síðari manni hennar.
Guðjón öðlaðist vélstjórnarréttindi og lauk hinu meira fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum. Guðjón varð bifreiðastjóri í Neskaupstað, sjómaður og vélstjóri. Hann var stýrimaður á Björgu VE 5 árið 1964 og síðar stýrimaður og skipstjóri.
Þau Una giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Hlíðargötu 35A í Neskaupstað 1956, frá 1965 á Fífilgötu 5 í Eyjum.
Guðjón lést 1983 og Una 1996.

I. Kona Guðjóns var Una Þórðardóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 4. október 1926, d. 28. mars 1996.
Börn þeirra:
1. Ragnar Jón Guðjónsson vélstjóri, f. 13. febrúar 1952. Kona hans Gunnhildur Ólafsdóttir.
2. Þóra Guðjónsdóttir, f. 21. febrúar 1953. Maður hennar Sveinn R. Valgeirsson.
3. Sigurður Víglundur Guðjónsson læknir, f. 12. október 1956. Kona hans Ásdís Hrefna Haraldsdóttir.
4. Helga Guðjónsdóttir ljósmóðir, f. 15. júní 1958. Maður hennar Tryggvi Sveinsson.
5. Kristín Guðjónsdóttir lyfjatæknir, f. 15. júní 1958. Maður hennar Martin H. Avery.
6. Sverrir Guðjón Guðjónsson netagerðarmaður, f. 3. apríl 1965, d. 13. september 1995. Kona hans Magdalena Ásgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.