Una Þórðardóttir (Neskaupstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Una Þórðardóttir frá Neskaupstað, húsfreyja fæddist þar 4. október 1926 og lést 28. mars 1996 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Þórður Árnason Sveinbjörnsson sjómaður á Kvíabóli í Norðfirði, f. 5. júní 1892, d. 6. febrúar 1933, og kona hans Ragnheiður Pétursdóttir húsfreyja, verkakona, f. 9. ágúst 1904, d. 1. nóvember 1999.

Una var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á fjórða árinu. Hún var með móður sinni og síðan henni og síðari manni hennar Víglundi Víglundssyni frá Krossi í Mjóafirði eystra, verkamanni, f. 3. desember 1894, d. 20. desember 1976.
Þau Guðjón giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Brautarholti við Landagötu 3A við fæðingu Ragnars Þórs 1952 og Þóru 1953, á Hlíðargötu 35 A í Neskaupstað 1956, fluttu til Eyja 1965 og bjuggu á Fífilgötu 5.
Guðjón lést 1983 og Una 1996.

I. Maður Unu var Guðjón Emil Aanes frá Þrúðvangi, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 24. júlí 1930, d. 8. maí 1983.
Börn þeirra:
1. Ragnar Jón Guðjónsson vélstjóri, f. 13. febrúar 1952. Kona hans Gunnhildur Ólafsdóttir.
2. Þóra Guðjónsdóttir, f. 21. febrúar 1953. Maður hennar Sveinn Rúnar Valgeirsson.
3. Sigurður Víglundur Guðjónsson læknir, f. 12. október 1956. Kona hans Ásdís Hrefna Haraldsdóttir.
4. Helga Guðjónsdóttir ljósmóðir, f. 15. júní 1958. Maður hennar Tryggvi Sveinsson.
5. Helga Guðjónsdóttir lyfjatæknir, f. 15. júní 1958. Maður hennar Martin H. Avery.
6. Sverrir Guðjón Guðjónsson netagerðarmaður, f. 3. apríl 1965, d. 13. september 1995. Kona hans Magdalena Ásgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.