Franz Illugason
Frans Illugason frá Ofanleiti vefari, bóndi fæddist þar 1733 og lést 9. maí 1785.
Foreldrar hans voru sr. Illugi Jónsson prestur, f. 1694, d. í júlíbyrjun 1753, og kona hans Sigríður Franzdóttir frá Hruna í Árn., húsfreyja, f. 1689.
Franz var vefari að iðn, vann við Innréttingarnar hjá Skúla fógeta, átti heima í Þýskahúsi á Seltjarnarnesi 1770 og var þá meðhjálpari, bóndi á Læk í Leirársveit 1772-1784 og í Eystri-Leirárgörðum 1784-1785.
I. Kona Franz, (1760), var Ingunn Hróbjartsdóttir, f. 1723, d. 5. mars 1802 í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Hún var vinnukona í Skálholtskoti í Reykjavík, húsfreyja á Læk og í Þýskuhúsum, var í Hrólfsskála 1801. Foreldrar hennar voru Hróbjartur Helgason bóndi í Króki í Biskupstungum, f. 1666, og kona hans Valgerður Þorleifsdóttir húsfreyja í Króki og á Brú í Biskupstungum, f. 1678.
Barn þeirra:
1. Árni Franzson bóndi í Eystri-Leirárgörðum og víðar, f. 1756, drukknaði á Hvalfirði sumarið 1801. Kona hans Ingibjörg Arngrímsdóttir. Barnsmóðir hans Guðrún Sæmundsdóttir.
{{Heimildir|
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Magnús Haraldsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.