Franz Illugason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Frans Illugason frá Ofanleiti vefari, bóndi fæddist þar 1733 og lést 9. maí 1785.
Foreldrar hans voru sr. Illugi Jónsson prestur, f. 1694, d. í júlíbyrjun 1753, og kona hans Sigríður Franzdóttir frá Hruna í Árn., húsfreyja, f. 1689.

Franz var vefari að iðn, vann við Innréttingarnar hjá Skúla fógeta, átti heima í Þýskahúsi á Seltjarnarnesi 1770 og var þá meðhjálpari, bóndi á Læk í Leirársveit 1772-1784 og í Eystri-Leirárgörðum 1784-1785.

I. Kona Franz, (1760), var Ingunn Hróbjartsdóttir, f. 1723, d. 5. mars 1802 í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Hún var vinnukona í Skálholtskoti í Reykjavík, húsfreyja á Læk og í Þýskuhúsum, var í Hrólfsskála 1801. Foreldrar hennar voru Hróbjartur Helgason bóndi í Króki í Biskupstungum, f. 1666, og kona hans Valgerður Þorleifsdóttir húsfreyja í Króki og á Brú í Biskupstungum, f. 1678.
Barn þeirra:
1. Árni Franzson bóndi í Eystri-Leirárgörðum og víðar, f. 1756, drukknaði á Hvalfirði sumarið 1801. Kona hans Ingibjörg Arngrímsdóttir. Barnsmóðir hans Guðrún Sæmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Magnús Haraldsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.