Illugi Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Illugi Jónsson var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum frá 1734 til 1744. Foreldrar hans voru Séra Jón Ólafsson að Fellsmúla og Margrét Jónsdóttir.

Illugi varð stúdent frá Skálholtsskóla 1715 og vígðist sama ár aðstoðarprestur séra Einars Magnússonar í Holtþingum. Hann fékk veitingu fyrir Mosfell í Grímsnesi árið 1719 og hélt því til ársins 1734 er hann var skipaður prestur að Ofanleiti og þjónaði því prestakalli til 1745. Þá fékk hann veitingu fyrir Ólafsvöllum og varð prófastur í Árnesþingum.

Kona hans var Sigríður Franzdóttir og áttu þau sjö börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.