Sigríður Franzdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Franzdóttir húsfreyja á Ofanleiti fæddist 1689.
Foreldrar hennar voru sr. Franz Íbsson prestur í Hruna í Hrunamannahreppi, f. um 1656, d. 8. júlí 1839, og kona hans Solveig Árnadóttir húsfreyja, f. um 1667, d. 1739.

I. Maður Sigríðar var sr. Illugi Jónsson prestur að Ofanleiti 1733-1745, f. 1694, d. í júlíbyrjun 1753.
Börn þeirra:
1. Anna Illugadóttir, f. um 1720.
2. Vigfús Illugason bóndi í Seli í A-Landeyjum, Grófartúni og Árvelli á Kjalarnesi, f. 1724 drukknaði á Gufunessundi 1771. Fyrri kona líklega Sigríður, síðari kona Helga Sigmundsdóttir.
3. Helgi Illugason bryti í Skálholti, bóndi á Vestri-Loftsstöðum í Flóa, f. 1724, á lífi 1769. Kona hans Kristín Ólafsdóttir.
4. Grímur Illugason, f. 1723. Hann var í Skálholtsskóla 1728-1743 og var vísað úr skóla vegna tornæmis.
5. Gísli Illugason bóndi á Kjalarnesi og í Gerðum í Garði, Gull. Hann var á Stóra-Mosfelli í Grímsnesi 1729, á Miðnesi á Reykjanesi frá 1755, f. 1725, d. 27. mars 1785. Kona hans Kristín Björnsdóttir.
6. Ingibjörg Illugadóttir húsfreyja á Mýrum í Flóa, f. 1727, d. 26. mars 1785. Maður hennar Gísli Jónsson.
7. Jafet Illugason gullsmiður í Reykjavík, f. 1730, d. 11. febrúar 1791. Hann var meðhjálpari og starfsmaður í klæðaverksmiðju í Reykjavík. Kona hans Þorbjörg Eiríksdóttir.
8. Franz Illugason, lærður vefari, meðhjálpari, bóndi, f. 1733 að Ofanleiti, d. 9. maí 1785.
9. Hílaríus Illugason prestur að Mosfelli í Grímsnesi, f. 21. október 1735 að Ofanleiti, d. 16. febrúar 1802.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Magnús Haraldsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.