Jón Guðmundsson (Uppsölum-vestri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Guðmundsson bóndi í Búðarhóls-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, síðar verkamaður á Uppsölum-vestri fæddist 18. október 1878 í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum og lést 24. júlí 1953.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi í Hólmahjáleigu, f. 30. október 1840 í Vestritungu í V.-Landeyjum, drukknaði við Kirkjulandssand 30. apríl 1879, og síðari kona hans Ingiríður Vormsdóttir frá Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 28. ágúst 1841, d. 3. janúar 1915.

Jón var skamma stund með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði, er Jón var á fyrsta ári sínu. Hann var með ekkjunni móður sinni, bónda í Austurhjáleigu (þ.e. Búðarhóls-Austurhjáleigu) 1880 og 1890.
Þau Valgerður giftu sig 1899, eignuðust átta börn og ólu upp eitt fósturbarn, en misstu fjögur barna sinna á ungum aldri. Þau bjuggu í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) 1901-1931 og 1932-1940.
Jón var í hreppsnefnd Austur-Landeyjahrepps 1901-1916.
Þau Valgerður fluttu til Eyja 1941 og bjuggu á Uppsölum-vestri við Vestmannabraut 51b. Jón stundaði verkamannavinnu.
Jón lést 1953 og Valgerður 1955.

I. Kona Jóns, (6. júlí 1899), var Valgerður Gestsdóttir frá Króki (Efri-Fljótum) í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. 17. september 1870, d. 20. janúar 1955.
Börn þeirra:
1. Guðríður Jónsdóttir, f. 15. desember 1899, d. 27. janúar 1904.
2. Jónína Guðmunda Jónsdóttir húsfreyja á Guðnastöðum, f. 5. júní 1902, d. 16. júní 1969.
3. Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Búðarhóls-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, f. þar 29. desember 1903, d. 19. mars 1990 á Selfossi.
4. Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1905, d. 27. ágúst 1957.
5. Gestrós Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1907, d. 2. desember 1907.
6. Gestur Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 16. apríl 1908, d. 1. febrúar 1999.
7. Helga Jónsdóttir, f. 2. desember 1909, d. 6. janúar 1910.
8. Magnea Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1911, d. 31. desember 1992.
9. Ingólfur Jónsson, f. 2. nóvember 1915, d. 10. júní 1917.
Fóstursonur hjónanna var
10. Sigurður Júlíusson vörubílstjóri í Reykjavík, f. 4. desember 1917, d. 14. febrúar 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.