Þórunn Högnadóttir (Móakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þórunn Högnadóttir''' frá Búastöðum, húsfreyja í Móakoti á Vatnsleysuströnd fæddist 1795 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rang. og lést 31. janúar 1840.<br> Foreldrar hennar voru sr. Högni Stefánsson, síðar prestur í Eyjum og á Hrepphólum, f. 8. maí 1771, d. 24. september 1837, og kona hans Sigríður Böðvarsdóttir húsfreyja, f. í ágúst 1767, d. 9. de...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Högnadóttir frá Búastöðum, húsfreyja í Móakoti á Vatnsleysuströnd fæddist 1795 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rang. og lést 31. janúar 1840.
Foreldrar hennar voru sr. Högni Stefánsson, síðar prestur í Eyjum og á Hrepphólum, f. 8. maí 1771, d. 24. september 1837, og kona hans Sigríður Böðvarsdóttir húsfreyja, f. í ágúst 1767, d. 9. desember 1844.

Börn Sigríðar og Högna;
1. Sr. Böðvar Högnason aðstoðarprestur á Hallormsstað, f. 24. júlí 1794, d. 15. apríl 1835 úr holdsveiki, ókv. og barnlaus.
2. Þórunn Högnadóttir húsfreyja í Móakoti á Vatnsleysuströnd, f. 1795, kona Guðmundar Guðmundssonar.
3. Stefán Högnason, f. 1799, d. úr holdsveiki 29. júní 1836, ókv. og barnlaus.
4. Hólmfríður Högnadóttir, f. 1801, d. 1845, óg. og barnlaus.
5. Sr. Jón Högnason prestur á Hrepphólum, f. 23. mars 1807, d. 23. júní 1879, kvæntur Kristínu Jónsdóttur húsfreyju frá Reykjadal.
6. Guðrún Högnadótttir húsfreyja að Laugum í Hrunamannahreppi, f. 16. ágúst 1808 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, d. 10. júní 1879. Hún var síðari kona Snorra Sveinbjörnssonar bónda á Laugum. Sambúðarmaður hennar Matthías Eyjólfsson.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku, á Árgilsstöðum og á Búastöðum.
Hún kom frá Hrepphólum að Móakoti á Vatnsleysuströnd 1827. Þau Guðmundur giftu sig 1831, eignuðust sex börn.

I. Maður Þórunnar, (29. maí 1931) var Guðmundur Guðmundsson bóndi og sjómaður í Móakoti, f. 23. janúar 1801 á Norðurreykjum í Hálsaveit í Borgarfirði, ættaður frá Enni í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson bóndi á Norðurreykjum 1788-dd., áður sjómaður á Suðurnesjum, f. um 1745, d. 27. júlí 1800, og kona hans Margrét Finnbogadóttir húsfreyja, f. um 1762, ættuð frá Keldulandi í Akrahreppi í Skagafirði.
Börn þeirra:
1. Margrét Guðmundsdóttir. f. 5. júlí 1831. Hún fór til Vesturheims.
2. Snorri Guðmundsson vinnumaður á Kálfatjörn, f. 5. desember 1832, d. 8. október 1903.
3. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 3. nóvember 1833, d. 9. nóvember 1833.
4. Högni Guðmundsson, fósturbarn á Hrepphólum hjá Jóni móðurbróður sínum 1845 og enn 1855, timbursveinn í Reykjavík 1860, f. 2. október 1835, líklega d. fyrir mt 1870.
5. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 27. nóvember 1836, með föður sínum 1840 og 1850, líklega sú, sem er vinnukona á Miðengi í Kálfatjarnarsókn 1860, líklega ógift vinnukona í Norðurkoti þar 1870 og enn 1890, d. 1. september 1893.
6. Guðmundur Guðmundsson, f. 18. janúar 1840, d. 1. febrúar 1840.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.