Jóhanna Sigríður Árnadóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigríður Árnadóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 9. júlí 1864 og lést 7. febrúar 1938.
Foreldrar hennar voru Árni Níelsson vinnumaður, hagyrðingur á Löndum, f. 18. júní 1842, d. 11. desember 1864, og barnsmóðir hans Vigdís Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, f. 10. júní 1845.

Faðir Jóhönnu Sigríðar lést nokkrum mánuðum eftir fæðingu hennar. Hún var á 1. ári með vinnukonunni móður sinni á Löndum í lok árs 1864, með henni á Vilborgarstöðum 1865, með móður sinni nýgiftri á Fögruvöllum 1866, með henni og Árna á Vilborgarstöðum 1867 og enn 1870.
Árni drukknaði af Gauki 1874 og Jóhanna Sigríður var 10 ára léttakind í Helgahjalli hjá Þuríði Sigurðardóttur húsfreyju og Magnúsi Kristjánssyni mormónum í lok ársins, en ekkjan móðir hennar var þá vinnukona í Vanangri með Hildi hjá sér. Þá var Jóhanna Sigríður léttakind hjá þeim á Löndum 1875, léttstúlka hjá þeim í Dölum 1876 og 1877, fósturbarn þar 1878.
Jóhanna Sigríður fluttist til Eyrarbakka með þeim Þuríði og Magnúsi 1879, var fósturbarn hjá þeim í Ölhól í Stokkseyrarsókn 1880.
Hún fluttist þaðan að Fagurlyst 1881 og fór þaðan til Utah 1883.
Jóhanna Sigríður var þrígift og eignaðist fjölda barna.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.