Járngerður Sigurðardóttir (Túni)
Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði fæddist 17. september 1830 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum og lést 23. desember 1876.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, í Stóru-Hildisey, Gularáshjáleigu og Syðri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1792 í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1866 í Úlfsstaðahjáleigu, Andrésson bónda í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, f. 1757, d. 28. júlí 1848, Sigurðssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 1725, d. 6. janúar 1783, Björnssonar, og konu Sigurðar í Vesturholtum, Gróu húsfreyju, f. 1729, d. 25. júní 1805, Þorsteinsdóttur.
Móðir Sigurðar á Borgareyrum og kona Andrésar í Neðri-Dal var Guðrún húsfreyja, f. 1756, d. 4. janúar 1838, Högnadóttir bónda í Neðri-Dal, f. 1721, á lífi 1801, Þorleifssonar, og konu Högna, Guðnýjar húsfreyju, f. 1722, Sigurðardóttur.
Móðir Járngerðar og síðari kona Sigurðar Andréssonar var Margrét húsfreyja, f. 27. mars 1802, d. 4. desember 1870, Þóroddsdóttir bónda í Dalseli u. Eyjafjöllum, f. 1761, d. 12. október 1826, Gissurarsonar bónda þar, f. 1715, d. 1782, Ísleifssonar, og konu Gissurar, Steinunnar húsfreyju, f. 1719, á lífi 1801, Filippusdóttur.
Móðir Margrétar húsfreyju Þóroddsdóttur og kona Þórodds í Dalseli var Guðrún húsfreyja, f. 1769, d. 26. apríl 1827, Sigurðardóttir bónda í Nesi í Selvogi, bónda í Vorsabæ í Flóa 1801, f. 1732, d. 25. júlí 1823, Péturssonar, og konu Sigurðar í Nesi og Vorsabæ, Járngerðar húsfreyju, f. 1730, d. 11. september 1811, Hjartardóttur.
Járngerður var alsystir
1. Guðrúnar Sigurðardóttur eldri, húsfreyju í Hólshúsi, f. 1. janúar 1828, d. 13. maí 1882, kona Vigfúsar Magnússonar sjómanns.
2. Guðrúnar Sigurðardóttur yngri, húsfreyju, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897, gift (skildu) Helga Jónssyni bónda.
Járngerður var hálfsystir, samfeðra,
3. Þuríðar Sigurðardóttur húsfreyju á Löndum, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910, fyrr gift Páli Einarssyni, síðar Magnúsi Kristjánssyni járnsmið.
Járngerður fluttist með Sigurði til Eyja 1851 og bjuggu þau fyrst í Draumbæ, í Túni voru þau 1855 og í Stóra-Gerði 1860.
Járngerður ól fjögur börn, og lifðu þau öll frumbernskuna. Þá voru orðnar verulegar breytingar á meðferð nýfæddra barna eftir komu Peters Schleisners og Sólveigar Pálsdóttur til Eyja.
Eftir lát Sigurðar fluttist Járngerður til Landeyja 1864. Hún eignaðist barn með Guðmundi í Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum 1866. Hún var vinnukona í Austur-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum 1870, sambýliskona Guðna Guðmundssonar bónda á Skækli (nú Guðnastaðir) 1872-dd. 1876 og átti með honum þrjú börn. Hún hafði áður átt barn með honum fyrir hjónaband sitt með Sigurði, (sjá neðar).
I. Maður Járngerðar, (20. nóvember 1851), var Sigurður Jónsson bóndi og sjómaður, f. 14. mars 1825, drukknaði í mars 1863.
Börn þeirra Sigurðar:
1. Sigurður Sigurðsson, f. 17. mars 1852, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863 með föður sínum og föðurbróður.
2. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona á Brekkum í Hvolhreppi, f. 3. júní 1854, d. 29. maí 1943. Hún var blind frá fæðingu, ógift.
3. Jón Sigurðsson bóndi á Tjörnum u. Eyjafjöllum, f. 24. mars 1857, d. 5. apríl 1932.
4. Margrét Sigurðardóttir vinnukona í Hemlu í V-Landeyjum, f. 9. september 1860, d. 21. desember 1952, ógift.
II. Barnsfaðir Járngerðar var Guðmundur Guðmundsson bóndi í Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, f. 10. apríl 1830, d. 23. júlí 1902.
Barn þeirra var
5. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 25. mars 1866, d. 13. desember 1871.
III. Sambýlismaður Járngerðar var Guðni Guðmundsson bóndi og bátsformaður á Skækli (nú Guðnastaðir) í A-Landeyjum, f. 15. febrúar 1844, d. 4. júlí 1918.
Börn þeirra hér:
6. Einar Guðnason sjómaður í Ívarshúsi í Garði, f. 16. júní 1850, drukknaði af móflutningaskipi 7. ágúst 1877.
7. Guðbjörg Guðnadóttir húsfreyja á Brekkum í Hvolhreppi, f. 12. mars 1871, d. 6. ágúst 1961, gift Guðjóni Jóngeirssyni.
8. Sigríður Guðnadóttir, f. 13. apríl 1872, d. 3. nóvember 1873.
9. Andvana stúlka, f. 22. maí 1874.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.