Jónína Eyja Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. febrúar 2022 kl. 14:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. febrúar 2022 kl. 14:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jónína Eyja Gunnarsdóttir''' húsfreyja í Reykjavík fæddist 7. september 1920 í Reykjavík og lést þar 3. maí 1959 .<br> Foreldrar hennar voru Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður, f. 17. apríl 1894 í Mjóafirði eystra, d. 4. mars 1965 í Reykjavík, og sambúðarkona hans Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Eyja Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 7. september 1920 í Reykjavík og lést þar 3. maí 1959 .
Foreldrar hennar voru Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður, f. 17. apríl 1894 í Mjóafirði eystra, d. 4. mars 1965 í Reykjavík, og sambúðarkona hans Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík.

Börn Gunnars og Sveinfríðar Ágústu:
1. Sigurveig Munda Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyja Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.

Börn Sveinfríðar Ágústu og Pálma Ingimundarsonar:
4. Alda Særós Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík og í Dayton í Ohio-fylki í Bandaríkjunum, f. 25. september 1924, d. 7. janúar 1981. Hún bar þar nafnið Mrs. Thomas Calvin Philips.
5. Ólafur Bertel Pálmason sjómaður og verkamaður, f. 21. maí 1929, d. 12. október 1997.
6. Eygló Bára Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. janúar 1931, d. 21. október 2012.
7. Þórunn Kristín Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. nóvember 1932, d. 22. október 1977.
8. Jóhanna Ragna Pálmadóttir húsfreyja, síðast í Eyrarsveit, f. 16. febrúar 1935, d. 23. desember 1990.

Sigurveig var með foreldrum sínum, en þau slitu samvistir sínar. Hún fór með móður sinni til Eyja 1922, bjó með henni í Götu við Herjólfsgötu 12, síðan henni og Pálma þar og síðan í Héðinshöfða við Hásteinsvegi 36.
Þau fluttu til Rekjavíkur 1942 og síðan til Grundarfjarðar.
Hún eignaðist barn með Sigurbrandi Kristjáni 1945.
Þau Þórður giftu sig, eignuðust eitt barn.
Jónína lést 1959 og Þórður 1989.

I. Barnsfaðir Jónínu var Sigurbrandur Kristján Magnússon, f. 17. júlí 1922 í Kvistholti í Staðarsveit á Snæf., d. 26. júlí 1972 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Sigurborg Sigurbrandsdóttir, f. 3. febrúar 1945, d. 31. október 2016. Maður hennar Norman Railton.

II. Maður hennar var Þórður Þorgrímsson bifvélavirkjameistari í Reykjavík, f. 19. október 1910, d. 14. febrúar 1989. Foreldrar hans voru Þorgrímur Jónsson múrarameistari, byggingameistari, f. 26. mars 1878 í Reykjavík, d. 9. janúar 1945 í Reykjavík, og kona hans Sigurbjörg Illugadóttir húsfreyja, f. 27. júní 1879 í Stóra-Lambhaga í Skilmannahreppi, Borg., d. 15. mars 1954 í Reykjavík.
Barn þeirra:
2. Þórður Þórðarson vélstjóri í Hafnarfirði, f. 31. ágúst 1947, d. 11. desember 2011. Sambúðarkona hans Guðbjörg Pétursdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.