Birna Þórðardóttir (Fagrafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2021 kl. 18:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2021 kl. 18:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Birna Þórðadóttir''' frá Fagrafelli, húsfreyja fæddist þar 10 júní 1933 og lést 17. ágúst 1990.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Stefánsson (skipasmiður)|...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Birna Þórðadóttir frá Fagrafelli, húsfreyja fæddist þar 10 júní 1933 og lést 17. ágúst 1990.
Foreldrar hennar voru Þórður Stefánsson bóndi, útgerðarmaður, skipasmiður, f. 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. nóvember 1980, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1892 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1974.

Börn Katrínar og Þórðar:
1. Þórður Guðmann Þórðarson, f. 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 19. ágúst 1986.
2. Guðmundur Þórðarson, f. 20. febrúar 1916 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 30. janúar 1936.
3. Rut Gróa Þórðardóttir, f. 15. maí 1917 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. júní 1995.
4. Sigurður Þórðarson, f. 18. september 1918 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 14. júní 1940.
5. Björn Þórðarson, f. 13. desember 1919 á Rauðafelli, d. 31. mars 1994.
6. Stefán Þórðarson, f. 19. mars 1921 á Rauðafelli, d. 29. apríl 1945.
7. Guðbjörg Anna Þórðardóttir, f. 29. október 1922 í Barnaskólanum, d. 8. febrúar 1940.
8. Grímur Gísli Þórðarson, f. 5. apríl 1925 á Fagrafelli, d. 18. júlí 1925.
9. Vilborg Alda Þórðardóttir, f. 22. nóvember 1926 á Fagrafelli, d. 25. ágúst 1938.
10. Karólína Þóra Stefánsdóttir, f. 2. júní 1929 á Fagrafelli, d. 16. mars 2014.
11. Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á Fagrafelli, d. 19. september 2019.
12. Birna Þórðardóttir, f. 10. júní 1933 á Fagrafelli, d. 17. ágúst 1990.

Birna var með foreldrum sínum fyrstu sex ár sín, á Fagrafelli og í Höfða við Hásteinsveg 21 1939 og hún fylgdi móður sinni og tveim systrum til Reykjavíkur 1940.
Hún vann verslunarstörf, síðast í Árbæjarapóteki.
Birna bjó um skeið með móður sinni í Sörlaskjóli.
Hún varð Reykjavíkurmeistari kvenna í keilu árið 1986. Einnig átti hún um tíma Íslandsmet í greininni. Hún varð bikarmeistari kvenna 1990.
Þau Helgi giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hverfisgötu 101, í Hómgarði, í Barðavogi 19 í Reykjavík, en síðast á Glitvangi 31 í Hafnarfirði.
Birna lést 1990.
Helgi bjó síðast í þjónustuíbúð í Seljahlið. Hann lést 2010.

I. Maður Birnu, (21. nóvember 1953), var Helgi Guðmundur Ingimundarson viðskiptafræðingur, tónlistarmaður, skrifstofustjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, f. 23. júlí 1929, d. 1. apríl 2010. Foreldrar hans voru Ingimundur Guðmundsson verslunarmaður á Hraunteigi, f. 12. nóvember 1892, d. 22. september 1979 og kona hans Guðmunda Eiríksdóttir húsfreyja, f. 24. október 1908, d. 8. febrúar 1974.
Börn þeirra:
1. Rósa Eiríka Helgadóttir, f. 20. mars 1954. Barnsfaðir hennar Ragnar Guðmundsson.
2. Þóra Helgadóttir, f. 19. febrúar 1956. Barnsfeður Guðmundur Halldórsson og Guðmundur Þór Jónsson.
3. Ingimundur Helgason, f. 17. apríl 1962. Kona Svanhildur Pétursdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. ágúst 1990. Minning Birnu, og 2010. Minning Helga.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.