Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 14:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 14:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir''' frá Lambhaga, húsfreyja fæddist 11. júlí 1937 og lést 2. september 1995. <br> Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir frá Lambhaga, húsfreyja fæddist 11. júlí 1937 og lést 2. september 1995.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson verkamaður, bræðslumaður, f. 19. ágúst 1875, d. 29. febrúar 1939, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir frá Lambhaga, húsfreyja, f. 14. ágúst 1899, d. 4. október 1982.
Stjúpfaðir hennar var Gísli Brynjólfsson sjómaður, húsasmíðameistari, f. 2. október 1903 á Kálfsstöðum í V.-Landeyjum, d. 24. október 1977.

Börn Guðrúnar og Magnúsar:
1. Guðríður Magnúsdóttir, f. 14. mars 1923, d. 12. september 1937.
2. Guðsteinn Magnússon, f. 18. mars 1925, d. 4. desember 2009. Kona hans Ragna Guðrún Hermannsdóttir, látin.
3. Guðjón Magnússon, f. 12. ágúst 1927, síðast í Reykjavík, d. 8. júní 1997. Kona hans Sigríður Helga Ívarsdóttir, látin.
4. Björgvin Magnússon, verslunarmaður, kaupmaður í Kópavogi, f. 28. september 1928, d. 2. maí 2013. Kona hans Sigríður K. Karlsdóttir.
5. Jóna Kristbjörg Magnúsdóttir, f. 14. apríl 1930, síðast í Keflavík, d. 30. maí 2001. Maður hennar Gunnar Sigurjónsson.
6. Ása Magnúsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1931, d. 8. júlí 2002. Maður hennar Jón Hjaltalín Hermundsson.
7. Gísli Magnússon bóndi í Meiri-Tungu í Holtahreppi, Rang, f. 13. desember 1932, d. 25. apríl 1993. Kona hans Jóna Sveinsdóttir.
8. Drengur, f. 22. júní 1936, d. sama dag.
9. Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1937, síðast í Keflavík, d. 2. september 1995. Maður hennar Helgi Unnar Egilsson.

Guðríður var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar lést, er hún var á öðru ári sínu. Hún var með móður sinni og Gísla stjúpa sínum í Lambhaga 1945, síðan með þeim á Hásteinsvegi 52.
Þau Helgi giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagötu 38 og síðar Fjólugötu 8.
Guðríður Steinþóra lést 1995 og Helgi Unnar 2003.

I. Maður Guðríðar Steinþóru, (8. júní 1957), var Helgi Unnar Egilsson frá Skarði í Djúpárhreppi, Rang., sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 15. júlí 1929, d. 3. maí 2003.
Börn þeirra:
1. Friðbjörg Helgadóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1957. Maður hennar Árni Björgvinsson.
2. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1958. Maður hennar Friðbjörn Björnsson.
3. Þorsteinn Helgason, f. 22. apríl 1968. Kona hans Sigurbjört Kristjánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.