Þuríður Sigurðardóttir (Mosfelli)
Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum og lést 6. apríl 1998.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðbrandsson bóndi, síðar í Eyjum, f. 25. október 1878, d. 17. ágúst 1959, og kona hans Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 9. júlí 1877, d. 4. ágúst 1948.
Systir Þuríðar var Guðbjörg Helga Sigurðardóttir húsfreyja á Helgafellsbraut 17, f. 8. nóvember 1913, d. 13. ágúst 1978, kona Jóns Vigfússonar vélstjóra, útgerðarmanns.
Þuríður var með foreldrum sínum í æsku, í Ásgarði og síðan Garðhúsum á Stokkseyri.
Þau Hallberg bjuggu á Stokkseyri, eignuðust Halldóru Sigríði þar 1932, fluttust til Eyja 1935. Þau bjuggu á Mosfelli við fæðingu Jennýjar 1935, á Helgafellsbraut 17 1940 og 1945, á Brekastíg 33 1949.
Þau skildu.
Þuríður giftist Rögnvaldi Jónssyni frá Túnprýði á Stokkseyri 1952 og bjuggu á Kirkjubæjarbraut 1. Þau fluttust til Hafnarfjarðar 1973. Rögnvaldur lést 1993.
Þuríður fluttist í Hraunbúðir og dvaldi þar síðast.
Hún lést 1998.
I. Barnsfaðir Þuríðar var Karl Stefán Daníelsson prentari í Reykjavík.
Barn þeirra var
1. Sigríður Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1929, kona Björgvins Magnússonar.
II. Fyrri maður Þuríðar, (skildu), var Hallberg Halldórsson kaupmaður, f. 4. maí 1910 í Borgarkoti á Skeiðum, d. 24. september 1982.
Börn þeirra:
2. Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016. Maður hennar Jón Ingólfsson.
3. Jenný Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995. Maður hennar Helgi Gunnar Birgir Magnússon
III. Síðari maður Þuríðar, (29. ágúst 1952), var Kristinn Rögnvaldur Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, netagerðarmaður, f. 1. nóvember 1906, d. 29. september 1993.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.