Guðlaug Auðunsdóttir (Húsavík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. október 2021 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2021 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðlaug Auðunsdóttir''' frá Húsavík, húsfreyja í Reykjavík fæddist 14. sept. 1906 í Skipagerði í V-Landeyjum og lést 14. des. 1985.<br> Foreldrar hennar voru Au...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Auðunsdóttir frá Húsavík, húsfreyja í Reykjavík fæddist 14. sept. 1906 í Skipagerði í V-Landeyjum og lést 14. des. 1985.
Foreldrar hennar voru Auðunn Jónsson útvegsmaður, sjómaður, trésmiður í Húsavík, f. 20. mars 1865 á Strönd í V-Landeyjum, d. 30. mars 1935, og kona hans Guðrún Gísladóttir frá Eyvakoti á Stokkseyri, húsfreyja, f. 7. nóvember 1865, d. 9. janúar 1930.

Börn Guðrúnar og Auðuns:
1. Jón Auðunsson skósmiður í Eyjum, f. 12. ágúst 1891 á Vegamótum, d. 15. mars 1975.
2. Þuríður Auðunsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. september 1892 á Vegamótum, d. 22. apríl 1934.
3. Guðmundur Auðunsson vélstjóri í Eyjum, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 31. júlí 1896 á Vegamótum, d. 18. maí 1966.
4. Ásgeir Auðunsson, fósturbarn í Vetleifsholti á Rangárvöllum 1910, f. 24. janúar 1898 í Gerðum, V -Landeyjum, d. 30. júlí 1967. Kona hans Jónína Gróa Jónsdóttir.
5. Guðlaug Auðunsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. september 1906 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 14. desember 1985.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku, í Skipagerði á Stokkseyri og flutti með þeim til Eyja 1907, bjó með þeim á Breiðabliki, síðan í Húsavík.
Hún flutti til Reykjavíkur, eignaðist barn með Valentínusi 1938. Hún bjó á Grettisgötu 52 1930, síðast í Nóatúni 30.
Guðlaug lést 1985.

I. Barnsfaðir Guðlaugar var Valentínus Magnússon, f. 19. júní 1900, sjómaður, kyndari, 2. vélstjóri á togaranum Jóni Ólafssyni, sem sökkt var af kafbáti 23. október 1942.
Barn þeirra:
1. Auðrún Sjöfn Valentínusdóttir, f. 31. des. 1938, d. 26. desember 2013. Maður hennar Edward Eugene Falk frá Bandaríkjunum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.