Guðmundur Auðunsson (Húsavík)
Guðmundur Auðunsson frá Húsavík, vélstjóri, síðar kaupmaður í Reykjavík, fæddist 31. júlí 1896 á Eyrarbakka og lést 18. maí 1966.
Foreldrar hans voru Auðunn Jónsson útvegsmaður, sjómaður, smiður frá Strönd í V-Landeyjum, síðar í Húsavík, f. 20. mars 1865, d. 30. mars 1935, og kona hans Guðrún Gísladóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1865 í Eyvakoti í Stokkseyrarsókn, d. 9. janúar 1930 í Reykjavík.
Börn Auðuns og Guðrúnar voru:
1. Guðmundur Auðunsson vélstjóri í Eyjum, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 31. júlí 1896 í Eyrarbakkasókn, d. 18. maí 1966.
2. Jón Auðunsson skósmiður í Eyjum, f. 12. ágúst 1891 í Stokkseyrarsókn, d. 15. mars 1975.
3. Þuríður Auðunsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. september 1892 í Stokkseyrarsókn, d. 22. apríl 1934.
4. Guðlaug Auðunsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. september 1906 í Voðmúlastaðasókn, d. 14. desember 1985.
Guðmundur var 6 ára niðursetningur í Austurbænum í Ey í V-Landeyjum 1901, vinnumaður í Vesturbænum þar 1910.
Hann fluttist til foreldra sinna í Húsavík 1911 og bjó hjá þeim næstu árin.
Jóhanna Viktoría var komin í Húsavík 1916 með Hermann Karl, barn þeirra nýfætt, og þar bjuggu þau til 1919, er þau fluttust í Merkistein.
Þau bjuggu í Merkisteini 1919, á Brimnesi 1920-1922, í Nýhöfn 1923-1929, er þau fluttust til Reykjavíkur, þar sem Guðmundur stundaði daglaunavinnu, en síðar kaupmennsku.
Guðmundur lést 1966 og Jóhanna Viktoría 1969.
Kona Guðmundar, (3. júní 1917), var Jóhanna Viktoría Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1896 í Norðtungu í Borgarfirði, d. 30. desember 1969.
Börn þeirra hér:
1. Hermann Karl Guðmundsson pípulagningamaður, verkstjóri, f. 21. febrúar 1916 í Húsavík, d. 16. september 1991.
2. Herold Friðgeir Guðmundsson, f. 2. maí 1918 í Húsavík, d. 17. ágúst 1990. Hann bjó síðast í Danmörku.
3. Auðunn Gunnar Guðmundsson, f. 24. nóvember 1919 í Merkisteini, d. 5. október 1980. Hann bjó síðast í Reykjavík.
4. Katrín Svala Guðmundsdóttir, f. 23. desember 1920 á Brimnesi, d. 9. febrúar 1974. Hún bjó síðast í Reykjavík.
5. Hanna Ólöf Guðmundsdóttir, f. 12. apríl 1923 í Nýhöfn, d. 12. júní 2008.
6. Kristín Guðmundsdóttir, f. 3. nóvember 1925 í Nýhöfn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.