Guðrún K. Þorgeirsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. janúar 2021 kl. 15:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. janúar 2021 kl. 15:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Guðrún Kristín Þorgeirsdóttir. '''Guðrún Kristín Þorgeirsdóttir''' húsfreyja fæddist 1. ágúst 1927 í Kaupangur|Ka...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Kristín Þorgeirsdóttir.

Guðrún Kristín Þorgeirsdóttir húsfreyja fæddist 1. ágúst 1927 í Kaupangi við Vestmannabraut 31 og lést 4. júní 2010 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þorgeir Frímannsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 31. maí 1901, d. 26. apríl 1963, og kona hans Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972.

Börn Láru og Þorgeirs:
1. Guðrún K. Þorgeirsdóttir.
2. Richard Björgvin Þorgeirsson, f. 4. desember 1928, d. 19. janúar 2009.
3. Perla Kristín Þorgeirsdóttir, f. 20. janúar 1933, d. 4. maí 2012.
4. Sturla Friðrik Þorgeirsson, f. 25. nóvember 1933, d. 23. mars 2016.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, í Kaupangi, Stakkagerði-Vestra.
Hún bjó með Jósefi Einari og barninu Þorgeiri Sturlu í Stakkagerði-Vestra 1945, bjó hjá foreldrum sínum með barnið á Helgafellsbraut 18 1949.
Þau Valdimar giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Vestmannabraut 33 , síðan á Heiðarvegi 9b og við Gos 1973, fluttu til Reykjavíkur 1975, bjuggu í Keilufelli.
Guðrún Kristín lést 2010 og Valdimar 2015.

I. Fyrrum maður Guðrúnar Kristínar, (6. desember 1945), var Jósef Einar Markússon frá Görðum í Hesteyrarsókn, N.-Ís., húsasmíðameistari, f. 12. nóvember 1923, d. 21. október 2003.
Barn þeirra:
Þorgeir Sturla Jósefsson verslunarmaður, f. 2. september 1944, d. 19. október 1971. Barnsmóðir hans Hildur Dagsdóttir.

II. Maður Guðrúnar Kristínar, (1. júlí 1955), var Valdimar Þórarinn Kristjánsson húsgagnasmiður, kennari, f. 9. maí 1927 á Hofsstöðum við Brekastíg 30, d. 3. október 2015 í Reykjavík.
Börn þeirra:
2. Óðinn Valdimarsson bókagerðarmaður, verslunarmaður, f. 9. september 1959. Barnsmóðir hans Sigrún Ása Ásmundsdóttir. Kona hans Bunrom Kaewmee.
3. Þröstur Valdimarsson rafeindavirki, f. 22. janúar 1963, d. 19. júní 2005.
4. Sóley Valdimarsdóttir leikskólastjóri, f. 14. mars 1969. Barnsfaðir hennar Halldór Valur Geirsson. Barnsfaðir Ragnar Jón Grétarsson. Fyrrum sambýlismaður hennar Bjarni Kristjánsson.
Barn Valdimars:
5. Kristján Þór Valdimarsson innkaupastjóri, f. 11. apríl 1955. Kona hans Íris Jónsdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.