Óðinn Valdimarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óðinn Valdimarsson.

Óðinn Valdimarsson offsetljósmyndari fæddist 9. september 1959 að Helgafellsbraut 19.
Kjörforeldrar hans voru Valdimar Þórarinn Kristjánsson kennari, húsgagnasmiður, f. 9. maí 1927, d. 3. október 2015, og kona hans Guðrún Kristín Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1927, d. 4. júní 2010.

Óðinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk verslunarprófi 1977, lauk námi í Iðnskólanum í Reykjavík 1981, lauk sveinsprófi í offsettljósmyndun 10. maí 1984.
Óðinn vann í Prentsmiðjunni Odda 1981-1990, í Sam-Korpus 1992-1994 og í Prentþjónustunni frá 1994.
Þau Areewan Im-Arb giftu sig og skildu.
Þau Bunrom Kaewmee bjuggu saman.
Hann eignaðist barn með Stígrúnu Ástu 1979.

I. Kona Óðins, (skildu), Areewan Im-Arb, f. 22. júlí 1965 á Tailandi.

II. Sambúðarkona Óðins Bunrom Kaewmee, f. 1. febrúar 1964.
Barn þeirra:
1. Katrín Dögg Óðinsdóttir, f. 8. janúar 1993 í Reykjavík.

III. Barnsmóðir Óðins er Stígrún Ása Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1961 í Reykjavík.
Barn þeirra:
2. Þorgeir Frímann Óðinsson, f. 24. nóvember 1979 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á Íslandi. Svanur Jóhannesson, Ari Gíslason, Sverrir Marinósson. Bókbindarafélag Íslands, Hið íslenska prentarafélag, Grafíska sveinafélagið, 1976.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.