Sturla Þorgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sturla Friðrik Þorgeirsson.

Sturla Friðrik Þorgeirsson húsgagnasmíðameistari fæddist 25. nóvember 1933 í Kaupangi við Vestmannabraut 31 og lést 23. mars 2016 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Þorgeir Frímannsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 31. maí 1901, d. 26. apríl 1963, og kona hans Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972.

Börn Láru og Þorgeirs:
1. Guðrún K. Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1927, d. 4. júní 2010.
2. Richard Björgvin Þorgeirsson, f. 4. desember 1928, d. 19. janúar 2009.
3. Perla Kristín Þorgeirsdóttir, f. 20. janúar 1933, d. 4. maí 2012.
4. Sturla Friðrik Þorgeirsson, f. 25. nóvember 1933, d. 23. mars 2016.

Sturla var með foreldrum sínum í æsku, í Kaupangi, í Vestra- Stakkagerði og á Helgafellsbraut 18.
Hann lærði húsgagnasmíði hjá Valdimar Þórarni Kristjánssyni húsgagnasmíðameistara og kennara og varð meistari í greininni.
Hann var húsgagnasmíðameistari í Eyjum.
Þau Guðbjörg giftu sig 1956, eignuðust 4 börn. Þau bjuggu á Helgafellsbraut 18 í fyrstu, en síðan á Suðurvegi 12. Þau skildu.
Þau Erla Sigríður giftu sig 1987, eignuðust ekki börn saman.
Sturla bjó síðast á Ásavegi 2e. Hann lést 2016.

I. Kona Sturlu, (19. maí 1956, skildu), er Guðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. júlí 1937 á Herðubreið við Heimagötu 28.
Börn þeirra:
1. Páll Sturluson sölustjóri, sviðsstjóri, f. 2. mars 1956. Kona hans Anna Rós Jóhannsdóttir.
2. Jóhann Pétur Sturluson M.Sc-viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, rak bókhaldsstofu, býr nú í Eyjum, f. 6. maí 1958. Barnsmóðir hans Stella Marie Mahaney.
3. Lára Kristín Sturludóttir stjórnsýslufræðingur, hefur fengist við ritstörf, f. 11. nóvember 1962. Maður hennar Trausti Pálsson.
4. Heiða Björk Sturludóttir húsfreyja, framhaldsskólakennari, fararstjóri, jógakennari, f. 24. maí 1967. Barnsfaðir hennar Guðmundur Erlingsson. Maður hennar Þröstur Sverrisson.

II. Síðari kona Sturlu, (20. mars 1987), er Erla Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. september 1941. Foreldrar hennar voru Sigurður Einar Hannesson, f. 7. september 1909, d. 21. september 1969, og Laufey Ósk Benediktsdóttir, f. 26. ágúst 1910, d. 10. nóvember 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 14. apríl 20016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.