Stefán Jónsson (Engey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2020 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2020 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Stefán Jónsson''' frá Engey, rafvirkjameistari í Reykjavík fæddist 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum og lést 28. ágúst 1969.<br> Foreldrar hans voru Jón Jó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Jónsson frá Engey, rafvirkjameistari í Reykjavík fæddist 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum og lést 28. ágúst 1969.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson verkamaður í Engey, f. 14. júní 1887 á Krókatúni í Hvolhreppi, d. 25. september 1951, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1885 í Ysta-Koti í Landeyjum, d. 22. september 1972.


ctr


Sigríður og Jón í Engey og börn.


Börn Jóns og Sigríðar:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 á Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.

Stefán var með foreldrum sínum, fluttist með þeim frá Sperðli til Eyja 1921, var með þeim á Ofanleiti og í Viðey og síðan í Engey. Þar var hann verkamaður 1940, lærði rafvirkjun.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1944 og starfaði þar.
Þau Þorsteina giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Karlagötu 18, en síðast í Álfheimum 56. Stefán lést 1969 og Þorsteina Guðrún 2015.

I. Kona Stefáns, (13. júní 1952), var Þorsteina Guðrún Sigurðardóttir frá Súðavík, húsfreyja, verkakona, gangavörður, f. 22. febrúar 1924 í Litlabæ í Súðavík, d. 22. júlí 2015. Foreldrar hennar voru Sigurður Hallvarðsson frá Búðum í Hlöðuvík, bóndi í Búðum og Görðum í Aðalvík, síðar landformaður í Súðavík, f. 14. febrúar 1892 í Skjalabjarnarvík, d. 24. febrúar 1977, og Ólöf Halldórsdóttir frá Neðri-Miðvík í Aðalvík, húsfreyja, f. þar 9. mars 1896, d. 1. mars 1985.
Börn þeirra:
1. Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, leikskólakennari á Seltjarnarnesi, f. 3. september1945. Fyrrum maður Hörður Sverrisson. Fyrrum sambúðarmaður Einar Friðberg Hjartarson.
2. Jón Stefánsson kennari, verslunarmaður, f. 7. nóvember 1951. Fyrrum kona hans Marta Bjarnadóttir. Barnsmóðir hans Guðrún Hólmfríður Guðmundsdóttir. Kona hans Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir.
3. Edda Stefánsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1956. Maður hennar Jakob Stefánsson.
4. Sigurður Stefánsson innanhússarkitekt, f. 22. nóvember 1957. Fyrrum kona hans Hildisif Björgvinsdóttir. Fyrrum sambýliskona hans Nellý Pálsdóttir. Fyrrum kona hans Lilja Lind Sæþórsdóttir.
5. Stefán Þór Stefánsson tölvu- og viðskiptafræðingur, íþróttaþjálfari í Reykjavík, f. 6. febrúar 1963. Kona hans Sonia Roshini Weerasinghe Stefánsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.