Alda Ísfold Guðjónsdóttir (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2016 kl. 22:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2016 kl. 22:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Alda Ísfold Guðjónsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja fæddist 13. janúar 1918 og lést 20. september 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurborg Einarsdóttir húsfreyja í Faguhól, f. 17. október 1884, d. 10. maí 1958, og maður hennar Guðjón Þorleifsson formaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 26. mars 1964.

Börn Sigurborgar og Guðjóns voru:
1. Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1914, d. 1. maí 2004.
2. Alda Ísfold Guðjónsdóttir, f. 13. janúar 1918, d. 20. september 1990.
3. Þórleif Guðjónsdóttir, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
4. Anna Sigurborg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.
Sonur Sigurborgar var
5. Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1907, d. 4. október 1990.
Sonur Guðjóns var
6. Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991.

Alda Ísfold var með foreldrum sínum í æsku. Hún eignaðist Sævar Ísfeld 1936, var vinnukona hjá Margréti Pétursdóttur og Einari Guttormssyni 1940.
Þau Guðni bjuggu fyrst við Brekastíg, þá á Lundi, en byggðu svo hús við Illugagötu 3 og bjuggu þar síðan. Guðni lést 1985 og Alda Ísfold 1990.

Maður Öldu Ísfoldar var Guðni Einarsson sjómaður, verkamaður, f. 26. apríl 1915, d. 12. ágúst 1985.
Börn þeirra:
Barn hennar ófeðrað, en síðar kjörbarn Guðna Einarssona var
1. Sævar Ísfeld rennismiður, f. 29. september 1936, d. 24. mars 1995.
2. Einar Guðnason gröfustjóri, býr nú á Selfossi, f. 22. febrúar 1942.
3. Guðjón Borgar Guðnason gröfustjóri, f. 8. júní 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.