Halldór Waagfjörð (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. október 2018 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. október 2018 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Waagfjörð.

Halldór Jónsson Waagfjörð frá Garðhúsum, vélstjóri, vélvirkjameistari, útgerðarmaður, fæddist 2. maí 1947 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Waagfjörð yngri, bakari, málari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005, og kona hans Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð húsfreyja, kaupmaður, f. 13. febrúar 1926.

Barn Jóns Waagfjörðs fyrir hjónaband:
1. Már Viktor Jónsson bifvélavirki, f. 5. desember 1940. Kona hans var Þyrí Hólm, látin. Sambýliskona hans var Sonja Ólafsdóttir, látin.
Börn Jóns og Berthu:
2. Halldór Waagfjörð vélstjóri, vélvirkjameistari, útgerðarmaður, f. 2. maí 1947 í Reykjavík. Kona hans var Ásta Þorvaldsdóttir, látin.
3. Kristinn Waagfjörð bakari, múrarameistari í Mosfellsbæ, f. 27. nóvember 1949 í Reykjavík. Kona hans er Hjördís Sigmundsdóttir, og Önnu Hörleifsdóttur frá Skálholti.
4. Þorvaldur Waagfjörð sjómaður, f. 3. júní 1952, d. 16. september 1979 af slysförum. Kona hans, (skildu), var Sigríður Tómasdóttir.
5. Grímur Rúnar Waagfjörð rafvirki í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1956. Kona hans er Helga Gunnarsdóttir.
6. Þorsteinn Waagfjörð vélstjóri, frystivélvirki í Garðabæ, rekur fyrirtækið Frystitækni ehf., f. 27. apríl 1962. Kona hans er Sigrún Snædal Logadóttir.
7. Rósa María Waagfjörð húsfreyja í Reykjavík, f. 29. nóvember 1966. Sambýlismaður hennar var Hreiðar H. Hreiðarsson.

Halldór var með foreldrum sínum í æsku, lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum, var tvo vetur í Verslunarskólanum og fór síðan í Iðnskólann, lauk 4. stigi í Vélskóla Íslands 1984.
Þau Ásta giftu sig 1975, eignuðust eitt barn. Ásta átti barn fyrir og ólst það upp hjá þeim.
Halldór var vélstjóri á Danska Pétri 1975-1979, á Hrönn og síðan Kára, sem hann átti með öðrum. Síðan var hann 2. vélstjóri og síðan yfirvélstjóri á Vestmannaey hjá Bergi-Hugin árin 1982-1984.
Þau Ásta fluttu til Eyja og bjuggu þar, lengst á Foldahrauni, uns þau fluttu til Ástralíu um áramót 1990-1991. Þar var Halldór vélstjóri á togurum frá Portland.
Hann flutti heim í september 1999, varð vélstjóri á Hugin til 2000, er hann varð vélstjóri hjá Eimskip og fluttist jafnframt til Reykjavíkur. Hjá Eimskip var hann til 2009, er hann réðst á Herjólf, sem hann var á til starfsloka. Þau Ásta fluttust til Eyja 2009 og bjuggu að Áshamri 59.
Ásta lést 2016.

I. Kona Halldórs, (1975), var Ásta Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1951 í Reykjavík, d. 17. apríl 2016.
Barn þeirra:
1. Jón Waagfjörð vélvirki hjá Skipalyftunni í Eyjum, f. 4. janúar 1976 í Eyjum.
Barn Ástu og fósturbarn Halldórs:
2. Þorvaldur Þórarinsson plötusmiður í Ástralíu, f. 12. nóvember 1969 í Ástralíu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Halldór Waagfjörð.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 22. nóvember 2016. Minning Ástu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.